Fundargerðir

Til baka Prenta
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 371

Haldinn Í fundarsal Fjölskyldu- og fræðslusviðs við Kirkjuveg,
19.09.2022 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Jóna S. Guðmundsdóttir formaður,
Margrét Rós Ingólfsdóttir aðalmaður,
Jónatan Guðni Jónsson aðalmaður,
Bjartey Hermannsdóttir aðalmaður,
Jarl Sigurgeirsson aðalmaður,
Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs, Dagný Hauksdóttir starfsmaður sviðs.
Fundargerð ritaði: Dagný Hauksdóttir, skipulags-og umhverfisfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 201503032 - Endurskoðun Aðalskipulags Vestmannaeyja.
Á bæjarstjórnarfundi fimmtudaginn 15. september sl. var tekið fyrir til afgreiðslu endurskoðun á Aðalskipulagi Vestmannaeyja. Eftir sveitarstjórnarkosningar á bæjarstjórn að meta hvort ástæða sé til að endurskoða aðalskipulag sveitarfélagsins samkvæmt 35. gr. Skipulagslaga nr. 123 frá 2010 og hefur til þess 12 mánuði frá kosningu.
Einnig var meðfylgjandi tillaga lögð fyrir og samþykkt og er vísað til vinnslu í Umhverfis- og skipulagsráði.
Tillaga
Umhverfis- og skipulagsráði ásamt starfsfólki Umhverfis- og framkvæmdasviðs er falið að endurskoða aðalskipulagið samkv. 35. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og leggja fyrir bæjarstjórn. Í þeirri endurskoðun leggur meirihluti E- og H-lista til að sérstaklega skuli horft til svæðis ÍB-5 við malarvöll og Löngulág, skipulagsmörkum verði breytt til að fá betri nýtingu á svæðinu, að byggingarmagn verði aukið og að koma skuli fyrir 8-10 deilda leikskóla. Jafnframt leggur meirihlutinn til að við vinnuna verði grænt svæði látið halda sér.

Niðurstaða
Ráðið felur skipulagsfulltrúa að hefja undirbúning við endurskoðun á aðalskipulagi Vestmannaeyjabæjar og taka mið af samþykktri tillögu. Ráðið samþykkir að stofna starfshóp um framvindu málsins og skipar formann og varaformann ráðsins sem fulltrúa í hópinn ásamt starfsfólki Umhverfis- og framkvæmdasviðs.
Starfshópur sem stofnaður var um framvindu undirbúnings við vinnslu íbúðabyggðar á svæði ÍB-5 við malarvöll og Löngulág skal taka tillit til breytinga sem gerðar verða á aðalskipulagi fyrir svæðið í sinni vinnu skv. tillögu.
2. 202204092 - Vestra-Þorlaugagerði umsókn um niðurrif á hlöðu
Tekið inn frestað eindi frá 364 fundi ráðsins, umsóknin varðar niðurrif á hlöðu við Vestra-Þorlaugargerði. Fyrir liggur umsögn Minjastofnunar Íslands.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir niðurrif á Hlöðunni en bendir lóðarhöfum á kröfur Minjastofnunar ef farið verður í frekari uppbyggingu.
Umsókn um framkvæmdaleyfi.pdf
Þorlaugargerði Vestra í Vestmannaeyjum - leyfi til niðurrifs hlöðu.pdf
Hlaða austan við Vestra-Þorlaugargerði.pdf
3. 202209079 - Borhola Strandvegur 104 - Umsókn um framkvæmdaleyfi
Bragi Magnússon fyrir hönd Leo seafood ehf. sækir um framkvæmdaleyfi fyrir sjóborholu við Strandveg 104, sbr. meðfylgjandi teikning.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir erindið og felur starfsfólki Umhverfis- og framkvæmdasviðs framgang málsins.
1920-01-02.pdf
Umsókn um framkvæmdaleyfi.pdf
4. 202209004 - Ofanleitisvegur 10. Umsókn um byggingarleyfi
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi, frá Þórði Svanssyni, fyrir sumarhúsi Ofanleitisvegi 10, í samræmi við innsend gögn. Umsókninni var vísað til umsagnar Skipulagsráðs af 23. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa

Niðurstaða
Ráðið hafnar erindinu með hliðsjón af gildandi deiliskipulagi og felur skipulagsfulltrúa að ræða við lóðarhafa.
Ofanleitisvegur 10 A.pdf
Ofanleitisvegur 10 B.pdf
5. 202208188 - Umsókn um stækkun á stöðuleyfi
Lögð fyrir umsókn frá Aldingróður ehf. um stækkun á stöðuleyfi sbr. meðfylgjandi gögnum. Samþykki lóðarhafa liggur fyrir.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir erindið.
Aldingróður - Umsókn um stöðuleyfi gáma.pdf
SNIÐMYND A - A_.pdf
SNIÐMYND D -D.pdf
AFSTÖÐUMYND 4 GÁMAR.pdf
SNIÐMYNDIR B OG C.pdf
Staðfesting frá lóðarhafa Básaskersbryggju 6.pdf
6. 202206129 - Erindisbréf til til fulltrúa í ráðum skv. bæjarmálasamþykkt Vestmannaeyjabæjar
Lögð fram drög að erindisbréfum fulltrúa í Umhverfis- og skipulagsráði. Erindisbréfin eru unnin í samræmi við bæjarmálasamþykkt, sem samþykkt var árið 2020 og viðauka IV með samþykktinni.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi erindisbréf og vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Erindisbréf fyrir umhverfis- og skipulagsráð 2022.pdf
7. 201905153 - Umferðarmál
Skipulagsfulltrúi leggur fyrir ráðið umsagnir umferðarhóps frá fundi dags. 8. september 2022. Umferðarhópur fjallaði m.a. um erindi um:
- umferðarhraða og öryggi við Hilmisgötu,
- ljós og umferðaröryggi á gatnamótum Kirkjuvegs og Heiðarvegs,
- hraðakstur og staðsetningu umferðarþrenginga við Heimagötu,
- bílastæði við Strandveg 71,
- útkeyrslu af bílastæði við Strandveg 63,
- bílastæði við útsýnisball á vestur á Hamri - þar sem er nauðlending fyrir þyrlur,
- umferðaröryggi og aðgerðir vegs í Stórhöfða,
- umferðarforgang við veg í Sprönguna,
- hámarkshraða og umferðarmerkingar á Eldfellsveg.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir
- að fá umferðarsérfræðing til að hanna þrengingar og leiðir fyrir gangandi og keyrandi vegfarendur á Hilmisgötu,
- að haft verði samband við Vegagerðina vegna gatnamóta við Kirkjuveg og Heiðarveg og að þar verði sett upp hraðahindrun sem allra fyrst,
- að endurskoða staðsetningu þrenginga við Heimagötu og gera umferðarmælingu,
- að leyfa stöðvun bifreiða við Strandveg 71,
- að bera undir sérfræðing lausnir fyrir útkeyrslur þar sem er takmörkuð vegsýn,
- að setja upp merkingar um tímabundna stöðvun við bílastæði út á Hamri,
- að hafa samand við Vegagerðina vegna vegs í Stórhöfða,
- að setja upp biðskildu við veg sem liggur í Sprönguna og
- að takmarka hámarkshraða á Eldfells veg við 60 km/klst og setja upp viðeigandi merkingar.
Fundargerð
8. 202209005F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 23
8.1. 202209076 - Áshamar 125-133. Umsókn um byggingarleyfi
Svanur Þór Brandsson fh. Fastafl Þróunarfélag ehf. sækir um leyfi til að byggja 5 íbúða raðhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðinni Áshamar 125-133, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir:
Íbúðir 125/133, íbúð 132,2 m², bílgeymsla 29,8 m²
Íbúðir 127/129/131, íbúð 90,3 m², bílgeymsla 26,7 m².
Teikning: Svanur Þór Brandsson
Sam­þykkt. Nið­ur­staða af­greiðslufund­ar fel­ur í sér sam­þykkt bygg­ingaráforma í sam­ræmi við 11. gr. laga um mann­virki nr. 160 / 2010. Óheim­ilt er að hefja fram­kvæmd­ir fyrr en bygg­ing­ar­full­trúi hef­ur gef­ið út bygg­ing­ar­leyfi í sam­ræmi við 13. gr. laga um mann­virki nr. 160 / 2010.
8.2. 202209004 - Ofanleitisvegur 10. Umsókn um byggingarleyfi
Þórður Svansson sækir um leyfi fyrir sumarhúsi á lóðina Ofanleitisvegur 10, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Sumarhús 80,0 m²
Teikning: Samúel Smári Hreggviðsson.
Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til Skipulagsráðs með vísun 5. mgr. 2.4.2. gr. byggingarreglugerðar.
8.3. 202209034 - Ásavegur 11. Umsókn um byggingarleyfi
Sigurður Unnar Sigurðsson fh. Vestmannaeyjabæjar sækir um leyfi fyrir viðbyggingu við leikskólan Sóla, Ásavegi 11, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: 80 m²
Teikning: Sigurður Unnar Sigurðsson
Sam­þykkt. Nið­ur­staða af­greiðslufund­ar fel­ur í sér sam­þykkt bygg­ingaráforma í sam­ræmi við 11. gr. laga um mann­virki nr. 160 / 2010. Óheim­ilt er að hefja fram­kvæmd­ir fyrr en bygg­ing­ar­full­trúi hef­ur gef­ið út bygg­ing­ar­leyfi í sam­ræmi við 13. gr. laga um mann­virki nr. 160 / 2010.
8.4. 202209055 - Vestmannabraut 30. Umsókn um byggingarleyfi
Bragi Magnússon f.h. Dízó sf. sækir um leyfi fyrir breyttri notkun Vestmannabraut 30, eign 2184977, sótt eru um að breyta verlsunarrými í hársnyrtistofu.
Teikning: Bragi Magnússon
Samþykkt
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00 

Til baka Prenta