Fundargerð ritaði: Brynjar Ólafsson, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
Dagskrá:
Almenn erindi
1. 202212007 - Lýsing í innsiglingu
Á fundi ráðsins þann 7. desember 2022 var hafnarstjóra falið að skoða útfærslur og kostnað við að bæta lýsingu í innsiglingu. Hafnarstjóri fól Lisku að koma með hugmyndir að lausn. Ekki hefur verið kannaður kostnaður verksins.
Niðurstaða Ráðið felur Hafnarstjóra frekari framgang málsins og kostnaðargreina fyrir næsta fund.
2. 200910001 - Stórskipakantur, athuganir og rannsóknir
Hafnarstjóri fór yfir stöðuna og næstu skref.
Niðurstaða Ráðið þakkar yfirferð og felur Hafnarstjóra að vinna áfram með Vegagerðinni að fýsileika- og kostnaðargreiningu valkosta. Ljóst er að úrbóta er þörf og brýnt að hefja framtíðaruppbyggingu Vestmannaeyjahafnar sem fyrst.
3. 202309023 - Staða framkvæmda - Kynning
Framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs tók saman þær framkvæmdir sem eru í gangi og upplýsti ráðið.