Fundargerð ritaði: Brynjar Ólafsson, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
Dagskrá:
Almenn erindi
1. 202506005 - Samgönguáætlun 2026-2030
Lagðar fram tillögur að verkefnum inn í samgönguáætlun 2026-2030. Um er að ræða stórskipakant, hafnsögubát (nýjan Lóðs), styttingu Hörgaeyrargarðs, endurbyggingu á Kleifarbryggju og lengingu á Nausthamarsbryggju til austurs.
Niðurstaða Ráðið samþykkir að setja ofangreind verkefni inn í vinnu við gerð samgönguáætlunar 2026-2030.
Framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs fór yfir stöðu framkvæmda á Hásteinsvelli. - Búið er að leggja gervigras og keyra sandi í völlinn. Tafir hafa verið á afhendingu innfylliefna frá framleiðanda þar sem verktaki hefur ekki tryggt afhendingu þeirra. Áætluð afhending er eftir 2 vikur. - Uppsetning á búnaði fyrir vökvunarkerfið verður klárað í næstu viku. - Framkvæmdir vegna tæknirýmis er á eftir áætlun og mikilvægt að hraða framkvæmdum eins og kostur er til að stytta framkvæmdatíma.
Niðurstaða Ráðið þakkar yfirferðina og ítrekar mikilvægi þess að taka völlinn í notkun sem fyrst.
3. 202506010 - Þórsvöllur - girðing
Framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs fór yfir fyrirhugaðar framkvæmdir á girðingu umhverfis Þórsvöll. Áætlað er að hefja framkvæmdir eftir Orkumótið og á allt efni að vera komið til Eyja í næstu viku.
Niðurstaða Ráðið þakkar kynninguna.
4. 202505005 - Sorpmóttökustöð - aðstaða og umhverfi
Framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs fór yfir aðstöðu og umhverfi sorpmóttökustöðvar við Eldfellsveg. Í kjölfar þess að nýr aðili tók við rekstri stöðvarinnar hefur verið gerð athugun á ástandi mannvirkja og umhverfi. Ljóst er að þörf er að ráðast í umbætur og lagfæringar og að þeim verði hraðað eins og kostur er. Ekki er gert ráð fyrir fjárveitingu til þessara framkvæmda í fjárhagsáætlun fyrir árið 2025.
Niðurstaða Ráðið þakkar yfirferðina og samþykkir fyrir sitt leyti að fara í framkvæmdir og vísar málinu til bæjarráðs til frekari afgreiðslu þar sem ekki er gert ráð fyrir umræddum kostnaði í fjárhagsáætlun.
Bókun fulltrúa D lista
Fulltrúar d lista ítreka mikilvægi þess að fara vel með almannafé og að hagkvæmasta leiðin verði valin enda er um framkvæmd á viðauka en ekki fjárhagsáætlun að ræða.
Sæunn Magnúsdóttir (sign.) Hannes Kristinn Sigurðsson (sign.)