Fundargerðir

Til baka Prenta
Fjölskyldu- og tómstundaráð - 259

Haldinn Í gegnum fjarfundabúnað,
18.02.2021 og hófst hann kl. 16:15
Fundinn sátu: Hrefna Jónsdóttir varaformaður,
Gísli Stefánsson aðalmaður,
Esther Bergsdóttir aðalmaður,
Hafdís Ástþórsdóttir aðalmaður,
Jón Pétursson framkvstj.sviðs, Silja Rós Guðjónsdóttir starfsmaður sviðs.
Fundargerð ritaði: Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 200704150 - Fundargerð barnaverndar fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð
Undir þennan lið falla barnaverndarmál sem lögð eru fyrir ráðið og eru færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

Niðurstaða
Fundargerð barnaverndar er færð í sérstaka trúnaðarmálabók
2. 200704148 - Fundargerð trúnaðarmála fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð.
Undir þennan lið falla trúnaðarmál sem lögð eru fyrir ráðið og eru færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

Niðurstaða
Fundargerð trúnaðarmála er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.
3. 201611107 - Frístundastyrkur
Leiðrétting á bókun varðandi nýtingu frístundastyrkjar ársins 2020 auk tillaga um breytingu á reglum um frístundastyrk.

Niðurstaða
Framkvæmdastjóri lagði fram tillögu að viðbót við núgildandi reglur um frístundastyrk barna og varðar endurgreiðslu eða bakfærslu á styrk þegar forráðamaður hefur ráðstafað styrknum til félags. Ráðið samþykkir að ekki verði boðið upp á slíkar endurgreiðslur eða bakfærslu.
Vegna bókunar á síðasta fundi ráðsins um nýtingu frístundastyrks ársins 2020 vill ráðið með þessari bókun koma þeirri leiðréttingu á framfæri að árið 2020 voru samtals 69% barna á aldrinum 2 - 18 ára sem nýttu sér tómstundastyrkinn á móti 56% árið 2019 (en ekki 37% eins og kom fram í fyrri bókun).
4. 202102085 - Ábendingar frá íbúafundi haldinn 9. febrúar 2021
Farið yfir þær ábendingar sem fram komu á íbúafundi, sem haldinn var í gegnum fjarfundarbúnað þann 9. febrúar sl., og varða málefni fjölskyldu- og tómstundaráðs.

Niðurstaða
Fjölskyldu- og tómstundaráð þakkar þær ábendingar sem komu fram á íbúafundinum er varðaði fyrst og fremst Hraunbúðir en almenn ánægja var með þjónustu þar. Ráðið fagnar öllum ábendingum berast.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:55 

Til baka Prenta
Jafnlaunavottun Learncove