Fundargerðir

Til baka Prenta
Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 259

Haldinn Í gegnum fjarfundabúnað,
19.01.2021 og hófst hann kl. 12:00
Fundinn sátu: Kristín Hartmannsdóttir formaður,
Stefán Óskar Jónasson varaformaður,
Arnar Richardsson aðalmaður,
Sigursveinn Þórðarson aðalmaður,
Jarl Sigurgeirsson aðalmaður,
Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs,
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
Sveinn Rúnar Valgeirsson sat fundinn í 3.máli


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 202011032 - Ljósleiðari í dreifbýli
Framkvæmdastjóri greindi frá framgangi við jarðvinnu vegna lagningar ljósleiðara í dreifbýli. Fram kom að jarðvinna er hafin og reiknað með að þessum verkþætti verði lokið í apríl.
2. 202101075 - Ársskýrsla Slökkviliðs Vestmannaeyja 2020
Fyrir liggur ársskýrsla Slökkviliðs Vestmannaeyja fyrir árið 2020

Niðurstaða
Ráðið þakkar slökkvistjóra fyrir Ársskýrslu slökkviliðs.
Ársskýrsla 2020.pdf
3. 200703124 - Blátindur VE 21
Rætt um framtíð Blátinds VE sem sökk í Vestmannaeyjahöfn í febrúar sl.
Mikið tjón varð á Blátindi auk hefðbundins slits vegna aldurs og var sérfræðingur fenginn til að reyna að meta kostnað við endurbyggingu. Fram kom í mati hans að kostnaður við að koma Blátindi í sýningarhæft ástand sé ekki undir hundrað milljónum króna. Mun dýrara mun vera að gera Blátind siglingarhæfann, er áætlað að sá kostnaður muni vera í kringum tvö hundruð milljónir króna. Verkið er sérhæft og efniviður dýr og illlfáanlegur og því er kostnaður mikill.
Kostnaður við að farga Blátindi er áætlaður um 5 milljónir króna.
Allar ákvarðanir varðandi framtíð Blátinds eru háðar samþykki Minjastofnunar.

Niðurstaða
Ráðið þakkar Guðmundi Guðlaugssyni fyrir hans aðstoð við úttekt á MB. Blátindi VE 21

Ráðið samþykkir að fela framkvæmdastjóra að óska eftir afstöðu Minjastofnunar til förgunar á Blátindi þar sem kostnaður við endurgerð Blátinds er mjög mikill og ekki talið verjandi að eyða slíkri fjárhæð í endurbyggingu.

Fulltrúi E-lista bókar.
Undirritaður telur sig ekki getað tekið afstöðu í málinu að svo stöddu og þyrfti að hafa betri upplýsingar um hvað felist í þeim kostnaði og þeim endurbótum sem gera þarf á Blátindi skv. fyrirliggjandi skýrslu.

Stefán Ó Jónasson (sign.)

Samþykkt með fjórum atkvæðum. Einn á móti.
Blátindur skýrsla GG.docx.pdf
Fundargerðir til staðfestingar
4. 202003024 - Heiðarvegur 14 Slökkvistöð bygging og eftirlit
Fyrir liggur framvinduskýrsla vegna viðbyggingar að Heiðarvegi 14

Niðurstaða
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi framvinduskýrslu.
Stöðuskýrsla-framkvæmda og hafnarráð-7.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:26 

Til baka Prenta