Fundargerðir

Til baka Prenta
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 328

Haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
29.06.2020 og hófst hann kl. 16:05
Fundinn sátu: Jóna S. Guðmundsdóttir formaður,
Jónatan Guðni Jónsson aðalmaður,
Drífa Þöll Arnardóttir aðalmaður,
Margrét Rós Ingólfsdóttir aðalmaður,
Eyþór Harðarson aðalmaður,
Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs,
Fundargerð ritaði: Dagný Hauksdóttir, Skipulags- og umhverfisfulltrúi
Drífa Þöll Arnardóttir vék af fundi í 4. máli og Sigurður Smári Benónýsson vék af fundi í 14. máli.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 201901070 - Deiliskipulag á athafnasvæði AT-1 við Græðisbraut.
Tillaga deiliskipulags á athafnasvæði AT-1 lögð fram að lokinni auglýsingu. Deiliskipulagssvæðið afmarkast af Heiðarvegi til austurs, Norðursundi og aðliggjandi deiliskipulagsmörkum til norðurs, Flötum og lóðamörkum Heiðarvegar 14 og Faxastígs 36 til vesturs og Faxastíg til suðurs. Tillagna er unnin af skipulagshönnuðum Alta ehf. fyrir Vestmannaeyjabæ. Tillaga dags. 20. apríl 2020 var auglýst frá 8. maí til 19. júní 2020. Fjögur bréf bárust ráðinu.

Niðurstaða
Ráðið frestar afgreiðslu erindis og felur Skipulagsfulltrúa að svara þeim bréfum sem bárust og áframhaldandi úrvinnslu málsins.
A1386-020-U01 Heiðarvegur, tillaga að deiliskipulagi, uppdráttur.pdf
A1386-022-U01 Heiðarvegur, tillaga að deiliskipulagi, greinargerð.pdf
Bréf-1.pdf
Bréf-2.pdf
Bréf-3.pdf
Bréf-4.pdf
2. 202005065 - Búhamar 2. Umsókn um byggingarleyfi
Lagt fram að nýju frestað erindi.
Kristinn Ragnarsson arkitekt fh. lóðarhafa sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi sbr. innsend gögn. Erindið var sent til grenndarkynningar sbr. ákvæði skipulagslaga nr. 123/2010. Eitt bréf með athugasemdum barst ráðinu á kynningartíma.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir byggingaráform með þeim breytingum að þakhalli verði 22° í stað 30°. Í samræmi við það er hámarkshæð hússins 4,587m. Einnig skal staðsetja mannvirkið 1 m fjær götuhorni en tillaga lóðarhafa sýnir. Ráðið felur byggingarfulltrúa framgang erindis.
20015IF-Búhamar 2 Vest. AUA1 14042020.pdf
20015IF-Búhamar 2 Vest. AUA2 14042020.pdf
Athugasemd vegna nýbyggingar við Búhamar 2 og 6.pdf
3. 202005066 - Búhamar 6. Umsókn um byggingarleyfi
Lagt fram að nýju frestað erindi.
Kristinn Ragnarsson arkitekt fh. lóðarhafa sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi sbr. innsend gögn. Erindið var sent til grenndarkynningar sbr. ákvæði skipulagslaga nr. 123/2010. Eitt bréf með athugasemdum barst ráðinu á kynningartíma.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir byggingaráform með þeim breytingum að þakhalli verði 22° í stað 30°. Í samræmi við það er hámarkshæð hússins 4,587m. Ráðið felur byggingarfulltrúa framgang erindis.
20015IF-Búhamar 6 Vest. AUA1 14042020.pdf
20015IF-Búhamar 6 Vest. AUA2 14042020.pdf
Athugasemd vegna nybyggingar við Búhamar 2 og 6.pdf
4. 202004093 - Strandvegur 69-71. Umsókn um byggingarleyfi - íbúðir
Lagt fram að lokinni kynningu.
Páll Zóphóníasson fh. eigenda sækir um leyfi fyrir breyttri notkun á 2h. úr iðnaðarhúsi í íbúðir. Fyrirhugað er að koma fyrir fjórum íbúðum með aðkomu um stigahús frá Norðursundi í samræmi við innsend gögn.
Engar athugasemdir bárust.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir byggingaráform og felur byggingarfulltrúa framgang erindis.
9335-2-strandvegur 69-71-f- 101-106.pdf
5. 202004073 - Nýjabæjarbraut 5-7. Umsókn um byggingarleyfi - parhús
Lagt fram að lokinni kynningu.
Samúel Smári Hreggviðsson hönnuður fh. lóðarhafa sendir inn nýja aðaluppdrætti af parhúsi og óskar eftir að botnkóti parhúss verði hækkaður í hæð við götu.
Eitt bréf barst úr grenndarkynningu.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir byggingaráform og felur byggingarfulltrúa að svara bréfi dags. 23.6.2020.
BYGG-BUASTADB-16-BR-24062020-.pdf
20-851 Nýjabæjarbraut 5-7 bn_mar (5).pdf
6. 202006100 - Boðaslóð 12. Umsókn um byggingarleyfi - breytt notkun
Bragi Magnússon fh. Gos Rent ehf. sækir um leyfi fyrir breyttri notkun eignar F2182728 úr verslunarrými í tvær íbúðir sbr. innsend gögn.

Niðurstaða
Erindi samþykkt.
2007-Boddaslod12 101 .pdf
7. 202006088 - Heiðarvegur 42-44. Utanhúsklæðnig og stækkun á bílastæði
Mariusz Przemyslaw Wanecki fh. lóðarhafa Heiðarvegi 42-44 sækir um leyfi fyrir útanhúsklæðningu og stækkun á bílastæði við eign nr. 42.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir erindið.
Ef breyta þarf gangstétt eða lögnum vegna framkvæmda skal það gert í samráði við Umhverfis-og framkvæmdasvið. Allar framkvæmdir í tengslum við innkeyrslu og bílastæði eru á kostnað leyfishafa.
8. 202006243 - Strandvegur 77-79. Breytt notkun - 2. hæð
Auðun Stefnisson f.h. eigenda sækir um leyfi fyrir breyttri notkun á 2. hæð úr vörugeymslu í starfsmannahúsnæði sbr. innsend gögn.

Niðurstaða
Erindi samþykkt.
9. 202006089 - Heiðarvegur 56. Fyrirspurn til Skipulagsráðs
Tekin fyrir fyrirspurn frá eigendum Heiðarvegi 56. Óskað er eftir afstöðu ráðsins til byggingar um 100 m2 bílgeymslu og íbúðar á baklóð og 30 m2 viðbyggingar við íbúarhús sbr. innsend gögn.

Niðurstaða
Ráðið lítur jákvætt á erindi og felur byggingarfulltrúa að ræða við lóðarhafa í samræmi við umræður á fundinum.
10. 202006120 - Ofanleitisvegur 10. Umsókn um lóð
Guðjón Viðar Helgason sækir um lóð nr. 10 í frístundarbyggð við Ofanleiti.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir að úthluta lóð. Umsækjandi skal skila fullnægjandi teikningum fyrir 29. des. 2020.
11. 202006228 - Bárustígur 1. Umsókn um veitingatjald.
Lagt fram bréf Kára Vigfússonar fh. Kráarinnar ehf. Sótt er um leyfi fyrir veitingatjaldi á torgsvæði sunnan við veitingastað fyrirtækisins að Bárustíg 1.

Niðurstaða
Erindi samþykkt.
12. 202006157 - Umhverfisviðurkenningar 2020
Umhverfisverðlaun Vestmannaeyja hafa verið veitt sl. ár í samstarfi við Rótarýklúbb Vestmannaeyja. Í ár verða veittar viðurkenningar í eftirtöldum flokkum:
-Snyrtilegasta fyrirtækið
-Snyrtilegasti garðurinn
-Snyrtilegasta eignin
-Snyrtilegasta gatan
-Vel heppnaðar endurbætur

Niðurstaða
Ráðið felur formanni ráðsins, varaformanni og Skipulags- og umhverfisfulltrúa að óska tilnefninga frá bæjarbúum vegna umhverfisviðurkenninga ársins 2020, að leita liðsinnis Rótarýklúbbsins við valið og framgang málsins að öðru leyti.
13. 202006194 - Lundaveiði 2020
Tekið fyrir. Lundaveiði í Vestmannaeyjum 2020.
Fyrir fundinum liggja álit Bjargveiðifélags Vestmannaeyja og Náttúrustofu Suðurlands.

Niðurstaða
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja leggur til að heimila lundaveiði í Vestmannaeyjum með sama hætti og 2019, veiði verður heimil dagana 8. - 15. ágúst 2020. Ráðið telur afar mikilvægt að stýring veiða á lunda í Vestmannaeyjum taki á öllum stundum fyrst og fremst mið af viðkomu stofnsins. Samkvæmt lögum er veiðitímabil lunda að öllu jöfnu frá 1. júlí til 15. ágúst eða 46 dagar. Reynsla síðastliðinna ára hefur sýnt að þeir fáu dagar sem lundaveiði er heimiluð eru nýttir til þess að viðhalda þeirri merkilegu menningu sem fylgir veiðinni og úteyjarlífi almennt. Þá er tíminn nýttur til að viðhalda húsnæði úteyjanna og huga að öðru sem fylgir úteyjunum. Lundaveiðimenn hafa sýnt ábyrgð í veiðum s.l. ár og veiðifélögin eru áfram hvött til að standa vörð um sitt nytjasvæði og upplýsi sína félagsmenn um að ganga fram af hófsemi við veiðarnar.
14. 202004106 - Brattagata 10. Umsókn um byggingarleyfi
Tekið fyrir erindi lóðarhafa að lokinni grenndarkynningu. Sigríður Lára Andrésdóttir sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á einni hæð sbr. innsend gögn.
Engar athugasemdir bárust.

Niðurstaða
Erindi samþykkt.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30 

Til baka Prenta