Fundargerðir

Til baka Prenta
Fjölskyldu- og tómstundaráð - 250

Haldinn í fundarsal Rauðagerðis,
15.09.2020 og hófst hann kl. 16:15
Fundinn sátu: Helga Jóhanna Harðardóttir formaður,
Hrefna Jónsdóttir varaformaður,
Gísli Stefánsson aðalmaður,
Esther Bergsdóttir aðalmaður,
Hafdís Ástþórsdóttir aðalmaður,
Guðrún Jónsdóttir starfsmaður sviðs, Jón Pétursson framkvstj.sviðs.
Fundargerð ritaði: Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs
Drífa Þöll Arnarsdóttir fjölmenningarfulltrúi sat fundinn í 9. máli


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 202001056 - Sískráning barnaverndarmála 2020
Sískráning barnaverndarmála til Barnaverndarstofu fyrir júní, júlí og ágúst 2020

Niðurstaða
Í júní bárust 7 tilkynningar vegna 6 barna. Mál allra 6 barnanna voru til frekari meðferðar. Í júlí bárust 3 tilkynningar vegna 2 barna. Mál beggja barnanna voru til frekari meðferðar. Í ágúst barst ein tilkynning og var mál þess barns til frekari meðferðar.
2. 200704148 - Fundargerð trúnaðarmála fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð.
Undir þennan lið falla trúnaðarmál sem lögð eru fyrir ráðið og eru færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

Niðurstaða
Fundargerð trúnaðarmála er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.
3. 202009048 - Upplýsingar um stöðu fjárhagsaðstoðar Vestmannaeyjabæjar
Yfirfélagsráðgjafi fór yfir stöðu fjárhagsaðstoðar hjá Vestmannaeyjabæ

Niðurstaða
Ráðið þakkar kynninguna
4. 202009009 - Íþrótta- og tómstundastyrkir til lágtekjuheimila vegna COVID-19
Í fjáraukalögum ríkisins árið 2020 var samþykkt 600 m.kr. framlag til sveitarfélaga í því skyni að gera þeim kleift að veita styrki til tekjulágra heimila þannig að öll börn geti óháð efnahag stundað íþróttir og aðrar tómstundir. Félagsmálaráðuneytið setur fram leiðbeiningar um úthlutun og sveitarfélög sérstakar reglur um íþrótta- og tómstundastyrki fyrir börn á tekjulágum heimilium.

Niðurstaða
Ráðið fagnar þessu framlagi ríkisins og felur yfirfélagsráðgjafa að útbúa sérstakar reglur um íþrótta- og tómstundastyrki fyrir börn á tekjulágum heimilum og framkvæmd úthlutunar.
5. 200711136 - Málefni fatlaðs fólks
Framkvæmdstjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs gerði grein fyrir tilfærslum á verkefnum og ábyrgðarsviðum starfsmanna innan málaflokks fatlaðs fólks.

Niðurstaða
Breytingar hafa verið gerðar á verkefnum og ábyrgðasviði forstöðumanns Heimaeyjar sem og fyrrum stöðu ráðgjafaþroskaþjálfa. Umsjón og eftirlit með málaflokki fatlaðs fólks sem áður var í höndum forstöðumanns Heimaeyjar flyst til umsjónarþroskaþjálfa sem staðsettur er í Rauðagerði. Umsjónarþroskaþjálfi mun hafa umsjón og eftirlit með þjónustu sveitarfélagsins og stofnana þess á þjónustu við fatlað fólk í samstarfi og samráði við sinn yfirmann. Mun umsjónarþroskaþjálfi vera í nánu sambandi við þjónustuþega og aðstandendur þeirra og sinna þar ráðgjöf og aðstoða við eftirfylgd mála. Hann verður einnig í virku samstarfi við aðra þjónustu sveitarfélagsins s.s. skóla-, félags- og tómstundarþjónustu. Starf forstöðumanns Heimaeyjar er bundið verkefnum Heimaeyjar sem er dagþjónusta, vernduð vinna og hæfing. Með þessum breytingum er verið að skerpa á hlutverkum og efla þjónustu og málaflokk fatlaðs fólks. Ráðið þakka kynninguna.
6. 201611107 - Frístundastyrkur
Framkvæmdastjóri sviðs fór yfir stöðu frístundarstyrkjar árið 2020.

Niðurstaða
Það sem af er ári hafa 538 börn og ungmenni í aldurshópnum 2 - 18 ára nýtt sér frístundastyrk Vestmannaeyjabæjar að hluta eða öllu leyti. Fleiri hafa nýtt sér styrkinn en á sama tíma á síðasta ári. Nú þegar hafa 63% barna í þessum aldurhópi nýtt sér styrkinn miðaða við 37% frá árinu áður. Ráðið lýsir yfir ánægju með aukningu á nýtingu á styrknum og þakkar kynninguna.
7. 200804058 - Vinnuskóli Vestmannaeyjabæjar
Kynning á vinnuskólanum sumarið 2020

Niðurstaða
Í sumar voru um 83 ungmenni fædd 2004 - 2006 á launaskrá í Vinnuskólanum, fimm flokkstjórar og einn stuðningsaðili. Fjöldi ungmenna var mun meiri en síðasta sumar en þá störfuðu 67 unglingar í vinnuskólanum. Auk hefðbundinna verkefna voru nokkrir sem störfuðu á leikskóla, gæsluvellinum og íþróttafélögunum. Boðið var upp á fræðslu til starfsmanna vinnuskólans s.s. um réttindi á vinnumarkaðinum, um lífeyrissjóð, stéttarfélag, persónuafsláttinn og skatta. Ráðið þakkar kynninguna.
8. 200702064 - Ungmennaráð Vestmannaeyja
Erindi Umboðsmanns barna og breyting á aldursviðmiðum í 13. gr. samþykkt fyrir ungmennaráð í Vestmannaeyjum.

Niðurstaða
Umboðsmaður barna beinir þeim tilmælum til sveitarfélaga að líta til markmiðs æskulýðslaga um hlutverk og tilgang ungmennaráða og tryggja að í ungmennaráðum eigi eingöngu sæti fulltrúar ungmenna í sveitarfélaginu undir 18 ára aldri þannig að tryggt sé að sjónarmið barna fái vægi ítöku ákvarðanna og mótun stefnu í málefnum sem varða þau. Samkvæmt nýlegri rannsókn eru 44 af 51 ungmennaráðum í sveitarfélögum landsins skipuð hluta til að eða jafnvel að öllu leyti, ungu fólki sem er orðið 18 ára. Ráðið samþykkir breytingu á 3. gr samþykktar fyrir ungmennaráð í Vestmannaeyjum varðandi aldursviðmið. "Fulltrúar í ungmennaráði geta orðið þeir einstaklingar sem eiga lögheimili í Vestmannaeyjum og eru á aldrinum 13 - 18 ára þegar þeir eru skipaðir.".
9. 201901031 - Fjölmenning í Vestmannaeyjum
Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs og fjömenningarfulltrúi fóru yfir starfsemi fjölmenningarfulltrúa og lögðu fram drög að stefnu í málefnum fjölmenningar

Niðurstaða
Leiðarljós stefnu Vestmannaeyjabæjar er að íbúar sveitarfélagsins af erlendum uppruna verði virkir og sjálfbjarga þátttakendur í samfélaginu og fái notið fjölbreytts mannslífs og menningar þar sem þekking, víðsýni, jafnrétti og gagnkvæm virðing einkenna samskipti fólks af ólíkum uppruna. Ráðið samþykkir umrædda stefnu og felur fjölemnningarfulltrúa og framkvæmdastjóra sviðs að leggja fram mat á henni á sama tíma að ári. Ráðið þakkar fjölmenningarfulltrúa fyrir kynninguna.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30 

Til baka Prenta

Aðrar fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast aðrar fundargerðir.