Fundargerðir

Til baka Prenta
Fjölskyldu- og tómstundaráð - 245

Haldinn í Pálsstofu safnahúsi,
19.05.2020 og hófst hann kl. 16:15
Fundinn sátu: Helga Jóhanna Harðardóttir formaður,
Hrefna Jónsdóttir varaformaður,
Páll Marvin Jónsson aðalmaður,
Gísli Stefánsson aðalmaður,
Hafdís Ástþórsdóttir aðalmaður,
Guðrún Jónsdóttir starfsmaður sviðs, Jón Pétursson framkvstj.sviðs.
Fundargerð ritaði: Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 200704150 - Fundargerð barnaverndar fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð
Undir þessum lið er fjallað um öll erindi sem falla undir barnavernd og eru trúnaðarmál.

Niðurstaða
Undir þennan lið falla barnaverndarmál sem lögð eru fyrir ráðið og eru færð í sérstaka trúnaðarmálabók.
2. 200704148 - Fundargerð trúnaðarmála fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð.
Fundargerð trúnaðarmála er færð í sérstaka trúnaðarmálabók.

Niðurstaða
Undir þennan lið falla trúnaðarmál sem lögð eru fyrir ráðið og eru færð í sérstaka trúnaðarmálabók.
3. 202005067 - Niðurstöður frá R&G 2020
Guðrún Jónsdóttir yfirfélagsráðgjafi kynnir niðurstöður könnunar Rannsóknar & Greiningar á nemendum í 8., 9. og 10. bekk í febrúar 2020.

Niðurstaða
Vestmannaeyjabær hefur verið að endurskoða og efla forvarnarstarfið meðal annars með því að nýta sér rannsóknargögn Rannsóknar og greining. Nýttar eru niðurstöður úr rannsókninni Ungt fólk árið 2020 þar sem greint eru staðbundnar niðurstöður fyrir Vestmannaeyjar. Markmiðið er að koma þessum niðurstöðum til þeirra sem vinna að því að bæta líf barna og ungmenna frá grasrótinni og upp úr. Starfsmenn fjölskyldu- og fræðslusviðs munu á næstu dögum kynna niðurstöður skýrslunnar fyrir stjórnendum GRV og helstu samstarfsaðilum og birta í kjölfarið samantekt á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar.
Ráðið þakkar kynninguna og hvetur alla þá sem koma að uppeldi og þjónustu við ungt fólk að nýta sér þær upplýsingar sem fram koma í skýrslunni
574_Vestmannaeyjar_uppfært.pdf
4. 200711136 - Málefni fatlaðs fólks
Framkvæmdastjóri sviðs kynnti þau svæði sem umhverfis- og framkvæmdasvið mun leggja áherslur á að bæta með tilliti til aðgengis.

Niðurstaða
Umhverfis- og framkvæmdasvið hefur tekið saman kort yfir staði í gatnakerfi bæjarins þar sem þarf að bæta í aðgengismálum. Áherslur verða á að gera úrbætur á þessum stöðum í sumar.
Svæði sem þarf að lagfæra v aðgengismála maí 2020.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:25 

Til baka Prenta