Fundargerðir

Til baka Prenta
Fræðsluráð - 339

Haldinn Í gegnum fjarfundabúnað,
13.01.2021 og hófst hann kl. 16:15
Fundinn sátu: Arna Huld Sigurðardóttir formaður,
Elís Jónsson varaformaður,
Aníta Jóhannsdóttir aðalmaður,
Ingólfur Jóhannesson aðalmaður,
Ragnheiður Perla Hjaltadóttir 2. varamaður,
Jón Pétursson framkvstj.sviðs, Drífa Gunnarsdóttir starfsmaður sviðs, Anna Rós Hallgrímsdóttir starfsmaður sviðs, Bjarney Magnúsdóttir starfsmaður sviðs, Guðrún Sigríður Þorsteinsdóttir starfsmaður sviðs, Helga Björk Ólafsdóttir , Kolbrún Matthíasdóttir .
Fundargerð ritaði: Drífa Gunnarsdóttir, fræðslufulltrúi


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 201304035 - Skóladagatal. Samræmd dagatöl skóla og frístundavers.
Framhald af 7. máli frá 337. fundi fræðsluráðs þann 25. nóvember 2020 og 1. máli frá 338. fundi fræðsluráðs þann 16. desember 2020.

Niðurstaða
Starfshópur sem fræðsluráð skipaði á 338. fundi fræðsluráðs þann 16. desember til að vinna tillögu að fyrirkomulagi sumarlokunar og sumarleyfis fyrir sumarið 2021 leggur eftirfarandi til:
Leikskólarnir verði lokaðir frá 12.-30. júlí og að foreldrar/forráðamenn velji tvær vikur að auki þannig að sumarleyfi barns verði fimm vikur samfellt. Þá er lagt til að dagana 26.-29. júlí verði í boði heilsdagsgæsla.
Ráðið samþykkir tillögur starfshóps. Framkvæmdastjóra sviðs er falið að sjá til þess að aukinn kostnaður vegna heilsdagsgæslu rúmist innan fjárhagsáætlunar komi hann til.
2. 201910096 - Þróunarsjóður leik- og grunnskóla
Áherslur sjóðsins fyrir skólaárið 2021-2022.

Niðurstaða
Tillögurnar ræddar og eftirtaldar áherslur ákveðnar:
-Framsæknir kennsluhættir sem m.a. auka fjölbreytni í kennslu sem byggir á nýtingu á tækni, teymiskennslu og þemanámi
-Hreyfing og hreysti
-Áhugahvöt og vellíðan
-Læsi
-Stærðfræði
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:55 

Til baka Prenta