Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn Vestmannaeyja - 1564

Haldinn Í gegnum fjarfundabúnað,
14.10.2020 og hófst hann kl. 18:00
Fundinn sátu: Elís Jónsson forseti,
Njáll Ragnarsson aðalmaður,
Hildur Sólveig Sigurðardóttir aðalmaður,
Helga Kristín Kolbeins aðalmaður,
Íris Róbertsdóttir aðalmaður,
Jóna S. Guðmundsdóttir aðalmaður,
Eyþór Harðarson 1. varamaður,
Fundargerð ritaði: Angantýr Einarsson, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 202003036 - Viðbrögð vegna veiruógnunar
Bæjarstjóri fór yfir upplýsingar frá Vinnumálastofnun um atvinnuleysi og hlutabótaleið í Vestmannaeyjum sem og viðbrögð Vestmannaeyjabæjar við hertum samkomutakmörkunum sem gripið var til í október.

Upplýsingar Vinnumálastofnunar um atvinnuleysi og hlutabótaleið eru frá 22. september sl. Samkævmt þeim nýttu í ágúst um 15 manns úrræði um hlutabætur vegna skerts atvinnuleysis og 94 einstaklingar voru skráðir atvinnulausir samanborið við 50-60 manns í venjulegu árferði. Hlutfall atvinnuleysis í Vestmannaeyjum var 3,7% í ágúst og spár Vinnumálastofnun gera ráð fyrir svipuðum fjölda einstaklinga á hlutabótaleið og atvinnuleysisskrá í september.

Viðbragðstjórn Vestmannaeyjabær hefur fundað vikulega undanfarið. Ákveðið var að uppfæra reglur um starfsemi bæjarins vegna hertra samkomutakmarkana. Auk þess var viðbragðsáætlun Vestmannaeyjabæjar vegna kórónaveirunnar endurskoðuð og uppfærð nýlega. Viðbragðsáætlunin er aðgengileg á vefsíðu sveitarfélagsins.

Opnunartími stofnana Vestmannaeyjabæjar verður óbreyttur áfram. Sérreglur gilda um leik- og grunnskóla, Hraunbúðir, Heimaey hæfingarstöð, þjónustuíbúðir fyrir fatlaða og Íþróttamiðstöðina. Forstöðumenn umræddra stofnana hafa útbúið og birt reglur. Á Hraunbúðum hefur verið stofnuð sérstök viðbragðsstjórn. Starfsfólk Vestmannaeyjabæjar hefur staðið sig mjög vel undanfarnar vikur í því umhverfi sem þessar hertu aðgerðir skapa okkur. Vill bæjarstjórn koma á framfæri þakklæti til starfsfólks bæjarins og þeim sem veita bænum þjónustu, fyrir framlag þeirra til að tryggja sem bestu þjónustu við bæjarbúa í þessu árferði.

Ákveðið hefur verið að allir formlegir fundir á vegum stofnana bæjarins, sem telja fjóra eða fleiri fundarmenn, eigi að fara fram með fjarfundabúnaði. Fundir nefnda, ráða og bæjarstjórnar Vestmannaeyja muna fara fram með fjarfundarbúnaði meðan þessar samkomutakmarkanir eru í gildi.

Vinnuferðir á vegum sveitarfélagsins eru ekki heimilar og búið er að grípa til viðeigandi ráðstafana á stofnunum bæjarins til þess að fylgja sóttvarnareglum.

Í dag eru tveir í einangrun og þrír í sóttkví. Aðgerðastjórn fundar einu sinni viku meðan staðan er óbreytt. Síðast greindist smit í Eyjum fyrir tveimur vikum.

Vestmannaeyingar eru hvattir til að virða reglur og tilmæli stjórnvalda og sóttvarnarlæknis áfram eins og hingað til. Jafnframt er fólk hvatt til að stilla ferðum til og frá Eyjum í hóf þó svo að vetrarfrí sé í Grunnskólanum næstu daga. Vestmannaeyingar voru svo rækilega minntir á afleiðingar Covid-19 síðastliðið vor og stóðu saman í þeirri baráttu. Gerum hvað við getum til að láta þetta ganga upp og höldum áfram að sinna eigin smitvörnum.


Niðurstaða
Við umræðu um málið tóku til máls: Eyþór Harðarson, Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Elís Jónsson og Íris Róbertsdóttir

Bókun frá fulltrúa D lista
Vegna óvæntrar fjarveru aðalfulltrúa Sjálfstæðisflokksins Trausta Hjaltasonar situr undirritaður 1.varabæjarfulltrúi Eyþór Harðarson þennan fund. Það er með öllu óskiljanlegt að núverandi meirihluti eða forseti bæjarstjórnar hafi neitað undirrituðum um áheyrn af þessum bæjarstjórnarfundi fyrr í dag þegar leit út fyrir að hann myndi ekki sitja fundinn. Þessi neitun sýnir bersýnilega stjórnunarhætti núverandi meirihluta. Enn og aftur sést hve auðvelt er að hafa hugsjónir en um leið erfitt að fara eftir þeim.

Eyþór Harðarson (sign)

Bókun frá forseta bæjarstjórnar
Það er auðvitað vont að ekki sé hægt að halda þennan fund með hefðbundu sniði. Upptaka verður aðgengileg til áhorfs að fundi loknum. Leitað verður leiða til að sýna fjarfundi í framtíðinni í beinni útsendingu eins og frá hefðbundum bæjarstjórnarfundum þetta kjörtímabilið.

Elís Jónsson (sign)
2. 201212068 - Umræða um samgöngumál
Formaður bæjarráðs gerði grein fyrir viðræðum við aðila um flugsamgöngur og samgöngur á sjó.


Niðurstaða
Við umræðu um málið tóku til máls: Njáll Ragnarsson, Jóna Sigríður Guðmundsdóttir, Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Elís Jónsson og Íris Róbertsdóttir.

Sameiginleg bókun bæjarstjórnar
Bæjarstjórn fagnar fréttum þess efnis Air Iceland Connect ætli að hefja flugsamgöngur til Vestmannaeyja á markaðslegum forsendum næsta vor. Í þessu felast mikil tækifæri til kynningar á Vestmannaeyjum sem áfangastað, bæði fyrir innlendum sem og erlendum ferðamönnum. Einnig skiptir miklu máli fyrir Vestmannaeyinga að áætlunarflug hefjist aftur. Bæjarstjórn lýsir jafnframt ánægju með að Isavia hafi nú eftir samtöl á milli aðila ákveðið að draga til baka uppsagnir á flugvellinum í Vestmannaeyjum.
Einnig leggur bæjarstjórn áherslu á að áfram verið leitað leiða til að koma af stað áætlunarflugi í vetur. Bæjarráð átti fund fyrr í mánuðinum með samgönguráðherra vegna stöðu flugsins og var ákveðið að halda áfram samtali um áætlunarflugið. Bæjarstjóri átti í framhaldi fund í dag með aðstoðamanni ráðherra til að ræða framhaldið á samtalinu.
Viðræður samninganefndar Vestmannaeyjabæjar við Vegagerðina vegna þjónustusamnings um rekstur Herjólfs eru hafnar og hafa aðilar átt fimm fundi. Fljótlega munu liggja fyrir niðurstöður úr viðræðunum milli samninganefndar Vestmannaeyja og Vegagerðarinnar. Bæjarstjórn og samningsaðilar leggja áherslu á að staðan skýrist fljótt svo hægt sé að eyða óvissu félagsins og starfsmanna um framhaldið.

Elís Jónsson (sign)
Íris Róbertsdóttir (sign)
Hildur Sólveig Sigurðardóttir (sign)
Njáll Ragnarsson (sign)
Helga Kristín Kolbeins (sign)
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir (sign)
Eyþór Harðarson (sign)
3. 202010039 - Tillaga um íbúakosningu vegna fjölgunar bæjarfulltrúa

Niðurstaða
Við umræðu um málið tóku til máls: Helga Kristín Kolbeins, Njáll Ragnarsson, Hildur Sólveig Sigurðardóttir og Íris Róbertsdóttir.

Tillaga frá fulltrúum D lista
Í nýrri bæjarmálasamþykkt sem bíður útgáfu stjórnartíðinda er kveðið á um fjölgun bæjarfulltrúa í Vestmannaeyjum, þar er einnig kafli um íbúalýðræði og íbúakosningar.
Lagt er til að fram fari íbúakosning um fjölgun bæjarfulltrúa og lýstu bæjarfulltrúa vilja sínum um að það yrði gert á bæjarstjórnarfundi 17.09.2020.
Lagt er til að bæjarráð útfæri framkvæmd íbúakosningu um fjölgun bæjarfulltrúa nánar, samkvæmt lögum og reglum um íbúakosningar, og leggur tillögu að framkvæmd fyrir bæjarstjórn til samþykktar eigi síðar en á bæjarstjórnarfundi sem áætlaður er þann 3. desember næstkomandi.

Helga Kristín Kolbeins (sign)
Hildur Sólveig Sigurðardóttir (sign)
Eyþór Harðarson (sign)

Breytingartillaga frá fulltrúa E lista
Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarráði að móta verklag til framtíðar er varðar íbúalýðræði, íbúafundi og íbúakosningar. Bæjarráð skili til bæjarstjórnar tillögum um þau málefni sem koma til kasta bæjarstjórnar og eru vel til þess fallin að kanna hug bæjarbúa til þeirra.
Til hliðsjónar þessari vinnu skal bæjarráð ræða möguleika á því að kanna hug bæjarbúa m.a. til fjölgunar bæjarfulltrúa sbr. nýsamþykkta bæjarmálasamþykkt Vestmannaeyjabæjar, framtíð M/b Blátinds auk annarra málefna sem bæjarráð telur til þess fallin að fari í slíkan farveg.
Bæjarráð skal skila minnisblaði þess efnis til bæjarstjórnar eigi síðar en í desember.

Njáll Ragnarsson (sign)

Breytingartillaga frá fulltrúum D lista við breytingartillögu frá fulltrúa E lista
Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarráði að móta verklag til framtíðar er varðar íbúalýðræði, íbúafundi og íbúakosningar. Bæjarráð skili bæjasrstjórnar tillögu um þau málefni sem koma til kasta bæjarstjórnar og eru vel til þess fallin að kanna hug bæjarbúa til þeirra. Samhliða þessari vinnu skal bæjarráð útfæra íbúakosningu vegna fjölgunar bæjarfulltrúa sbr. nýsamþykkta bæjarmálasamþykkt Vestmannaeyjabæjar og mögulega framtíð M/B Blátinds, auk annarra málefna sem bæjarráð telur til þess fallin að fari í slíkan farveg. Bæjarráð skal skila minnisblaði þess efnis til bæjarstjórnar og eigi síðar en í desember.

Hildur Sólveig Sigurðardóttir (sign)
Helga Kristín Kolbeins (sign)
Eyþór Harðarson (sign)

Breytingartillögu frá fulltrúum D lista við breytingartillögu frá fulltrúa E lista, var hafnað með fjórum atkvæðum E og H lista gegn þremur atkvæðum D lista.

Breytingartillaga fulltrúa E lista við tillögu D lista var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

Fulltrúi D lista gerði grein fyrir atkvæðum D lista með eftirfarandi bókun:
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykkja þessa breytingartillögu en þykir miður að meirihluti bæjarstjórnar geti ekki slegið því föstu að efna eigi til íbúakosningar um fjölgun bæjarfulltrúa. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins munu fylgja málinu eftir.

Hildur Sólveig Siguarðaródttir (sign)
Helga Kristín Kolbeins (sign)
Eyþór Harðarson (sign)



Fundargerðir til staðfestingar
4. 202009004F - Fjölskyldu- og tómstundaráð - 250
Liður 5, Málefni fatlaðs fólks, liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liður 9, Fjölmenning í Vestmannaeyjum, liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 1-4 og 6-8 liggja fyrir til staðfestingar

Niðurstaða
Við umræðu um lið 5, Málefni fatlaðs fólks, tóku til máls: Hildur Sólveig Sigurðardóttir og Íris Róbertsdóttir.

Liður 5 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum

Við umræðu um lið 9, Fjölmenning í Vestmannaeyjum, tók til máls: Njáll Ragnarsson.

Liður 9 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 1-4 og 6-8 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
5. 202009007F - Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 332
Liðir 1-10 liggja fyrir til staðfestingar.

Niðurstaða
Liðir 1-10 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
6. 202009001F - Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 255
Liður 1, Botn vegagerð 2020, liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 4, Mengunaróhapp í Vestmannaeyjahöfn, liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 2-3 og 5-9 liggja fyrir til staðfestingar.

Niðurstaða
Við umræðu um lið 1, Botn vegagerð 2020, tóku til máls: Njáll Ragnarsson, Eyþór Harðarson og Elís Jónsson.

Liður 1 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Við umræðu um lið 4, Mengunaróhapp í Vestmannaeyjahöfn, tóku til máls: Elís Jónsson, Hildur Sólveig Sigurðardóttir og Eyþór Harðarson.

Bókun frá fulltrúum E og H lista
Mengunarslysið sem varð í Vestmannaeyjahöfn þann 19. ágúst sl. sýnir fram á mikilvægi þess að mengunarvarnir og mengunarvarnarbúnaður sé ávallt til staðar og til taks. Þá er mikilvægt að verkferlar séu uppfærðir og þeim viðhaldið þannig að verklag sé skýrt og framfylgt þegar upp koma slík atvik.
Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 27. febrúar sl. tillögu starfshóps um ráðningu hafnarstjóra sem myndi fela í sér skýrari ábyrgðarskiptingu innan hafnarinnar þar sem hafnarstjóri hefði aukin tök á því að taka mengunarmál Vestmannaeyjahafnar fastari tökum.
Elís Jónsson (sign)
Íris Róbertsdóttir (sign)
Njáll Ragnarsson (sign)
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir (sign)

Liður 4 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 2-3 og 5-9 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
7. 202009008F - Fjölskyldu- og tómstundaráð - 251
Liðir 1-4 liggja fyrir til staðfestingar.

Niðurstaða
Liðir 1-4 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
8. 202009010F - Bæjarráð Vestmannaeyja - 3137
Liður 1, Umræða um heilbrigðismál, liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liður 2, Fjárhagsáætlun 2021, liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liður 7, Staða ferðaþjónustunnar í Vestmannaeyjum, liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liður 11, Umsagnir frá Alþingi - bæjarráð, liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 3-6 og 8-16 liggja fyrir til staðfestingar.

Niðurstaða
Við umræðu um lið 1, Umræða um heilbrigðismál, tóku til máls: Hildur Sólveig Sigurðardóttir og Íris Róbertsdóttir.

Sameiginleg bókun frá bæjarstjórn
Bæjarstjórn telur afar mikilvægt að efla þjónustu HSU í Vestmannaeyjum. Efla þarf m.a. fjarheilbrigðisþjónustu og fjölga komum sérfræðinga til Vestmannaeyja, til að bæjarbúar þurfi ekki að fara í ferðalög til að leita sér grunnheilbrigðisþjónustu. Stöðvun á áætlunarflugi milli lands og Eyja kemur sér afar illa fyrir stofnunina og mun að öllum líkindum koma til með að auka kostnað vegna sjúkraflutninga.

Hildur Sólveig Sigurðardóttir (sign)
Helga Kristín Kolbeins (sign)
Elís Jónsson (sign)
Íris Róbertsdóttir (sign)
Njáll Ragnarsson (sign)
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir (sign)
Eyþór Harðarson (sign)

Liður 1 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Við umræðu um lið 2, Fjárhagsáætlun 2020, tóku til máls: Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Íris Róbertsdóttir og Njáll Ragnarsson, Elís Jónsson og Eyþór Harðarson.

Bókun frá fulltrúum D lista
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja áherslu á að við fjárhagsáætlunarvinnuna verði leitað leiða til að draga úr álögum á bæjarbúa til hagsbóta fyrir heimilin.
Útsvarstekjur sveitarfélagsins hafa hækkað undanfarin ár og þrátt fyrir fyrirsjáanlegar efnahagslegar þrengingar og mikla óvissu er mikilvægt að hagræða þar sem kostur er og halda úti öflugri þjónustu með sem minnstum tilkostnaði.

Hildur Sólveig Sigurðardóttir (sign)
Helga Kristín Kolbeins (sign)
Eyþór Harðarson (sign)

Bókun frá fulltrúum E og H lista
Töluverð óvissa ríkir um efnahagshorfur næstu misserin, hvort heldur er af beinum og óbeinum áhrifum Covid-19 eða af þróun aflabragða t.d. í loðnu. Í ljósi þeirrar þróunar sem verið hefur á þessu ári, þar sem þrengt hefur að fjárhagsstöðu bæjarins, og óvissunni framundan, er ekki ábyrg fjármálastjórnun að lækka útsvar á þessum tímapunkti. Nær væri að lækka útsvar í efnahagslegri uppsveiflu og þegar útlit er fyrir myndarlega rekstrarafkomu bæjarsjóðs. Tækifæri voru næg til lækkunar útsvars þegar sjálfstæðisflokkurinn var í meirihluta á árum 2006-2018. Rekstur sveitarfélagsins gekk vel, þáverandi meirihlutinn nýtti sér þó aðeins einu sinni á 12 árum að lækka útsvar þrátt fyrir jákvæða rekstrarafkomu á bilinu tæpar 300 millj. til 1.000 millj. nær öll þessi ár. Sú útsvarslækkun var fyrir kosningaárið 2014 en íbúar nutu þess ekki lengi því aftur hækkaði sjálfstæðisflokkurinn útsvarið árið 2016.
Ef létta á undir með íbúum færi betur á því að koma til móts við barnafjölskyldur, eldri borgara, þá tekjulægri og þá sem eru að koma undir sig fótunum. Það er gert með því að lækka þjónustugjöld fyrir t.d. leikskóla, máltíðir og frístund sem nýtist íbúum betur á þessum tímum. Þetta er meirhluti E- og H-lista tilbúinn að skoða við gerð fjárhagsáætlunar sé svigrúm til.

Njáll Ragnarsson (sign)
Elís Jónsson (sign)
Íris Róbertsdóttir (sign)
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir (sign)

Liður 2 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Hildur Sólveig Sigurðardóttir fulltrúi D lista gerði grein fyrir atkvæði sínu með eftirfarandi bókun og Eyþór Harðarson fulltrúi D lista, tók undir bókunina:
Undirrituð lýsa yfir undrun yfir því að það hugnist ekki bæjarfulltrúum meirihlutans að skoða hvort svigrúm reynist til útsvarslækkunar. Enginn er betur til þess fallin að ráðstafa þeim peningum sem fólk aflar en einmitt þeir sem vinna sjálfir fyrir þeim. Það mætti útleggjast sem ákveðið lýðræðismál að hafa álögur á bæjarbúa sem lægstar til að þeir sjálfir hafi ákvörðunarréttinn til að ráðstafa sínum peningum frekar en að framselja þann rétt til fárra kjörinna fulltrúa. Einmitt á krepputímum, þegar sveitarfélagið hefur möguleika á að létta undir með bæjarbúum ættum við í það minnsta að skoða það hvort það sé möguleiki og hvað við getum mögulega gert til þess þannig að allir bæjarbúar njóti góðs af en ekki eingöngu þeir sem nýta sér niðurgreidda þjónustu sveitarfélagsins. Því hvet ég ykkur áfram til að skoða það af fullri alvöru hvort við getum ekki skoðað áhrif þess að lækka útsvar í sveitarfélaginu, með það að markmiði að létta undir skattgreiðendum á erfiðum tímum, að gera Vestmannaeyjabæ að enn eftirsóknarverðari búsetukosti og síðast en ekki síst til að leyfa bæjarbúum sjálfum að ákveða í hvað þeim finnst skynsamlegt að verja sínum krónum í.
Hildur Sólveig Sigurðardóttir (sign)
Eyþór Harðarson (sign)

Við umræðu um lið 7, Staða ferðaþjónustunnar í Vestmannaeyjum, tók til máls: Njáll Ragnarsson

Liður 7 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Fallið var frá umræðu um lið 11, Umsagnir frá Alþingi - bæjarráð.

Liðir 3-6 og 8-16 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
9. 202009003F - Fræðsluráð - 334
Liður 1, Hamarsskóli-nýbygging, liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liður 3, Spjaldtölvuvæðing GRV, liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liður 4, Þjónustukönnun leikskóla, liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 2 og 5-8 liggja fyrir til staðfestingar.

Niðurstaða
Við umræðu um lið 1, Hamarsskóli-nýbygging, tóku til máls: Hildur Sólveig Sigurðardóttir og Íris Róbertsdóttir.

Bókun frá fulltrúum D lista
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins taka undir bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í ráðinu.
Hildur Sólveig Sigurðardóttir (sign)
Helga Kristín Kolbeins (sign)
Eyþór Harðarson (sign)

Liður 1 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Fallið var frá umræðu um lið 3, Spjaldtöluvvæðing GRV og lið 4, Þjónustukönnun leikskóla.

Liðir 2-8 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
10. 202010004F - Fræðsluráð - 335
Liður 1 liggur fyrir til staðfestingar.

Niðurstaða
Liður 1 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 21:19 

Til baka Prenta