Fundargerðir

Til baka Prenta
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 335

Haldinn Í gegnum fjarfundabúnað,
09.11.2020 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Jóna Sigríður Guðmundsdóttir formaður,
Jónatan Guðni Jónsson aðalmaður,
Drífa Þöll Arnardóttir aðalmaður,
Margrét Rós Ingólfsdóttir aðalmaður,
Eyþór Harðarson aðalmaður,
Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs,
Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs,
Dagný Hauksdóttir starfsmaður sviðs,
Fundargerð ritaði: Dagný Hauksdóttir, skipulags-og umhverfisfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 201604099 - Deiliskipulag Austurbæjar við miðbæ
Tekin fyrir tillaga af deiliskipulagi fyrir norðurhluta austurbæjar. Deiliskipulagssvæðið afmarkast af deiliskipulagsmörkum miðbæjar, miðlínu Ásavegar, mörkum aðliggjandi deiliskipulags fyrir þjónustustofnanir, mörkum deiliskipulags austurbæjar, jaðri Eldfellshrauns og deiliskipulagi gosminja Blátinds. Deiliskipulagssvæðið er um 4,1 ha að stærð. Innan deiliskipulagssvæðis eru tveir landnotkunarreitir, íbúðarsvæðis ÍB-3 og miðsvæði M-1. Skipulagstillaga er unnin af skipulagshönnuðum Alta ehf. fyrir Vestmannaeyjabæ.

Niðurstaða
Skipulagsráð samþykkir að auglýsa framlagða tillögu að deiliskipulagi samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
A1176-032-U02 Austurbær, norðurhluti. Tillaga að deiliskipulagi, greinargerð.pdf
A1176-031-U02 Austurbær, norðurhluti. Tillaga að deiliskipulagi, uppdráttur.pdf
2. 202010115 - Skólavegur 1. Fyrirspurn til Skipulagsráðs
Fyrirspurn um nýja lóð fyrir húsið Hlíðarenda sem stendur við Skólaveg 3.
Bréfritari óskar einnig eftir atvinnulóð fyrir 500-1000 fm hús.

Niðurstaða
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að svara bréfritara.
3. 202011001 - Hólagata 47. Umsókn um bílastæði á lóð
Umsókn um að gera nýja innkeyrslu og bílastæði á lóð sbr. innsend gögn.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir erindið. Ef breyta þarf gangstétt eða lögnum vegna framkvæmda skal það gert í samráði við Umhverfis-og framkvæmdasvið. Allar framkvæmdir í tengslum við innkeyrslu og bílastæði eru á kostnað leyfishafa.
Hólagata 47 - Ný innkeyrsla og bílastæði.pdf
4. 201910141 - Básaskersbryggja 6 - Umsókn um stöðuleyfi
Beiðni um endurnýjun á stöðuleyfi fyrir gáma undir matjurtaræktun við Básaskerskbryggju 6.

Niðurstaða
Erindi samþykkt. Skipulagsráð veitir stöðuleyfi í 12 mánuði.
5. 202011024 - Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs
Í 6.gr. laga um meðhöndlun úrgangs er sett fram skylda sveitarstjórna um að semja og staðfesta svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs. Áætlunin skal gilda til tólf ára í senn og er sveitarstjórnum frjálst að vinna slíka áætlun einungis fyrir sveitarfélagið eða í samstarfi við fleiri sveitarfélög.

Niðurstaða
Ráðið felur starfsmönnum að vinna svæðisáæltun um meðhöndlun úrgangs.
6. 201811049 - Umhverfisstefna Vestmannaeyjabæjar
Umhverfis- og framkvæmdasvið hefur undanfarna mánuði unnið að umhverfisgreiningu Vestmannaeyjar. Kynnt verða fyrstu niðurstöður greiningarinnar og rædd næstu skref umhverfisstefnu.

Niðurstaða
Umhverfis- og skipulagsráðs þakkar kynninguna. Skipulags- og umhverfisfulltrúa falinn framgangur málsins og mótun næstu skrefa.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45 

Til baka Prenta