Fundargerðir

Til baka Prenta
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 327

Haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
15.06.2020 og hófst hann kl. 12:00
Fundinn sátu: Jóna S. Guðmundsdóttir formaður,
Jónatan Guðni Jónsson aðalmaður,
Bryndís Gísladóttir varamaður,
Margrét Rós Ingólfsdóttir aðalmaður,
Eyþór Harðarson aðalmaður,
Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs,
Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs,
Fundargerð ritaði: Sigurður Smári Benónýsson, skipulags-og byggingarfulltrúi
Dagný Hauksdóttir Skipulags- og umhverfisfulltrúi sat fundinn.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 202005065 - Búhamar 2. Umsókn um byggingarleyfi
Tekið fyrir að nýju umsókn lóðarhafa. Kristinn Ragnarsson arkitekt fh. lóðarhafa sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi sbr. innsend gögn. Erindið var sent til grenndarkynningar sbr. ákvæði skipulagslaga nr. 123/2010. Eitt bréf með athugasemdum barst ráðinu á kynningartíma.

Niðurstaða
Ráðið frestar afgreiðslu erindis og felur byggingarfulltrúa að ræða við lóðarhafa.
Athugasemd vegna nýbyggingar við Búhamar 2 og 6.pdf
20015IF-Búhamar 2 Vest. AUA2 14042020.pdf
20015IF-Búhamar 2 Vest. AUA1 14042020.pdf
BÚHAMAR 2 VESTMANNAEYJUM GREINARGERÐ OG BYGGINGARLÝSING.pdf
2. 202005066 - Búhamar 6. Umsókn um byggingarleyfi
Tekið fyrir að nýju umsókn lóðarhafa. Kristinn Ragnarsson arkitekt fh. lóðarhafa sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi sbr. innsend gögn. Erindið var sent til grenndarkynningar sbr. ákvæði skipulagslaga nr. 123/2010. Eitt bréf með athugasemdum barst ráðinu á kynningartíma.

Niðurstaða
Ráðið frestar afgreiðslu erindis og felur byggingarfulltrúa að ræða við lóðarhafa.
20015IF-Búhamar 6 Vest. AUA2 14042020.pdf
20015IF-Búhamar 6 Vest. AUA1 14042020.pdf
BÚHAMAR 6 VESTMANNAEYJUM GREINARGERÐ OG BYGGINGARLÝSING.pdf
3. 202006004 - Goðahraun 14. Umsókn um lóð
Óðinn Benónýsson sækir um lóð nr. 14 í Goðahrauni.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir að úthluta lóð. Umsækjandi skal skila fullnægjandi teikningum fyrir 15. des. 2020.
4. 202006080 - Strandvegur 55. Umsókn um byggingarleyfi - íbúðir
Björgvin Björgvinsson fh. eigenda Strandvegi 55 sækir um breytingar á íbúðarhúsi. Sótt er um leyfi til að fjölga íbúðum úr tveimur íbúðum með bílskúr í þrjár íbúðir án bílskúrs sbr. innsend gögn.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa framgang erindis.
0035-2_Fagurholl-101.pdf
5. 202006074 - Skipulagsmál og Skipulagsfulltrúi
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti nýtt starf Skipulags- og umhverfisfulltrúa hjá Vestmannaeyjabæ og fór yfir stöðu skipulagsmála hjá sveitarfélaginu.

Niðurstaða
Dagný Hauksdóttir nýr Skipulags- og umhverfisfulltrúi er boðin velkomin til starfa hjá Vestmannaeyjabæ.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:00 

Til baka Prenta
Jafnlaunavottun Learncove