Fundargerðir

Til baka Prenta
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 325

Haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs,
18.05.2020 og hófst hann kl. 15:40
Fundinn sátu: Jóna Sigríður Guðmundsdóttir formaður,
Jónatan Guðni Jónsson aðalmaður,
Drífa Þöll Arnardóttir aðalmaður,
Eyþór Harðarson aðalmaður,
Esther Bergsdóttir 1. varamaður,
Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs,
Ólafur Þór Snorrason framkvstj.sviðs,
Fundargerð ritaði: Sigurður Smári Benónýsson, skipulags-og byggingarfulltrúi
Við útdrátt lóðarumsókna í Áshamri voru mættir fulltrúar allra lóðarumsækjenda.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 202005038 - Áshamar - úthlutun raðhúsalóða
Til úthlutunar eru fjórar raðhúsalóðir í Áshamri. Alls liggja fyrir þrjár umsóknir um lóðina Áshamar 95-103, tvær umsóknir um lóðina Áshamar 105-113, tvær umsóknir um lóðina Áshamar 115-123 og ein umsókn um lóðina Áshamar 125-133. Lóðum er úthlutað samkvæmt vinnureglum um úthlutun lóða hjá Vestmannaeyjabæ nr. 131 frá 2006.

Niðurstaða
Arndís Soffía Sigurðardóttir sýslumaður Vestmannaeyja vottaði að rétt hafi verið framkvæmt þegar dregið var úr umsóknum og voru niðurstöður eftirfarandi.

Áshamar 95-103
Dregið út, umsókn nr. 3 Svanur Örn Tómasson
Til vara, umsókn nr. 1 Fastafl ehf

Áshamar 105-113
Dregið út, umsókn nr. 2 Steini og Olli ehf.
Til vara, umsókn nr. 1 Fastafl ehf

Áshamar 115-123
Dregið út, umsókn nr. 1 Fastafl ehf
Til vara, umsókn nr. 2 Steini og Olli ehf.

Ráðið samþykkir útdrátt lóðarhafa og úthlutar að auki lóð nr. 125-133 til Fastafls ehf.

Lóðarhafar skulu skila inn hönnunargögnum eigi síðar en 1. desember 2020.
2. 202005065 - Búhamar 2. Umsókn um byggingarleyfi
Tekið fyrir erindi lóðarhafa Búhamri 2. Kristinn Ragnarsson arkitekt fh. lóðarhafa sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi sbr. innsend gögn.

Niðurstaða
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt eftirfarandi lóðarhöfum Búhamar 1, 4, 19, 21, 23, 34, 36 og 38.
20015IF-Búhamar 2 Vest. AUA1 14042020.pdf
20015IF-Búhamar 2 Vest. AUA2 14042020.pdf
3. 202005066 - Búhamar 6. Umsókn um byggingarleyfi
Tekið fyrir erindi lóðarhafa Búhamri 6. Kristinn Ragnarsson arkitekt fh. lóðarhafa sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi sbr. innsend gögn.

Niðurstaða
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt eftirfarandi lóðarhöfum Búhamar 4, 12, 28, 32, 34, 36, 38 og 42.
20015IF-Búhamar 6 Vest. AUA1 14042020.pdf
20015IF-Búhamar 6 Vest. AUA2 14042020.pdf
4. 202005052 - Heimagata 20 - Umsókn um stækkun lóðar
Tekin fyrir umsókn lóðarhafa. Eyjólfur Pétursson sækir um stækkun lóðar til norður um 4m og færslu á byggingarreit um 1m til norðurs sbr. innsend gögn.

Niðurstaða
Erindi samþykkt. Ráðið felur skipulagsfulltrúa að gera nýjan lóðarleigusamning við lóðarhafa.
100 - 12.05.20.pdf
101 - 12.05.20.pdf
5. 202002129 - Vestmannabraut 5. Umsókn um stækkun lóðar.
Tekið fyrir frestað erindi. Halldór Hjörleifsson fh. lóðarhafa sækir um stækkun lóðar til austurs sbr. innsend gögn.

Niðurstaða
Erindi samþykkt. Ráðið felur skipulagsfulltrúa að gera nýjan lóðarleigusamning við lóðarhafa.
Vestm br 5 afstöðumynd.pdf
6. 202005022 - Sólhlíð 20 - Umsókn um byggingarleyfi
Kjartan Sævarsson fh. Ríkiseigna sækir um leyfi fyrir innhúsbreytingum á fyrstu hæð (Heilsugæslu) og breytingu á aðalinngangi, nýr aðalinngangur verður tengdur bílastæði á suð-austurhorni lóðar sbr. innsend gögn.

Niðurstaða
Erindi samþykkt.
4374-Adalteikning.pdf
7. 202005045 - Fífilgata 2. Umsókn um breytingar á geymslubyggingu og viðbygging.
Tekið fyrir erindi lóðarhafa. Lucie Kázová sækir um leyfi fyrir viðbyggingu (Bíslag) við aðalinngang efrihæðar og leyfi til að innrétta geymslu sem stendur í baklóð sbr. innsend gögn.

Niðurstaða
Erindi samþykkt
_20200128_0003.pdf
8. 202005037 - Brattagata 14. Umsókn um bílastæði á lóð
Tekið fyrir erindi lóðarhafa. Hörður Gígja sækir um leyfi til að stækka innkeyrslu á suðurlóð sbr. innsend gögn.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir erindið.
Ef breyta þarf gangstétt eða lögnum vegna framkvæmda skal það gert í samráði við Umhverfis-og framkvæmdasvið. Allar framkvæmdir í tengslum við innkeyrslu og bílastæði eru á kostnað leyfishafa.
9. 202005014 - Goðahraun 1 - Umsókn um breytta notkun
Einar Bjarnason fh. Leo Seafood ehf. sækir um leyfi fyrir að breyta notkun eignarhluta F2183535 úr gistiheimili í starfsmannahúsnæði.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa framgang erindis.
10. 202005008 - Heiðarvegur 1 - Umsókn um breytta notkun á 2-4 hæð.
Hallgrímur Steinsson fh. Löngu ehf. sækir um leyfi fyrir að breyta notkun eignarhluta F2183717 úr gistiheimili í starfsmannahúsnæði.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa framgang erindis.
11. 202005048 - Smábátabryggjur - Bronsstytta af Ása í Bæ
Örvar Guðni Arnarson fh. Ísfélag Vestmannaeyja hf. sækir um leyfi til að koma fyrir bronsstyttu af Ása í Bæ við flotbryggjurnar á Smábátasvæði sbr. innsend gögn.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir erindið og felur starfsmönnum Umhverfis- og framkvæmdasviðs framgang erindis.
staðsetning.pdf
Umsókn - Asi.pdf
12. 202005055 - Bréf til Skipulagsráðs er varðar Höfðaból.
Lögð fram tvö bréf frá eigendum í Ofanbyggð dags. 17.4.2020 og 4.5.2020.

Niðurstaða
Umhverfis- og skipulagsráð felur starfsmönnum Umhverfis- og framkvæmdasviðs málið til úrvinnslu.
Framkvæmdir Höfðaból - Suðurgarður.pdf
Bréf-ofanbyggð.pdf
13. 202005063 - Umhverfisátak 2020
Farið var yfir svæði, lóðir og fasteignir þar sem úrbóta er talin þörf. Einnig liggur fyrir tillaga af bréfi til ábyrgðaraðila og almennt tilmælabréf til aðila í atvinnurekstri.
Lagðar fram dagsetningar og verklag í komandi vorhreinsunarátaki.

Niðurstaða
Ráðið felur starfsmönnum Umhverfis- og framkvæmdasviðs að senda áskorun um úrbætur á eigendur þeirra fasteigna og lóða sem úrbóta er þörf. Þá skal senda almennt dreifibréf með tilmælum um snyrtilega umgengni sent til lóðarhafa í atvinnurekstri á hafnarsvæði, iðnaðarsvæði og miðbæjarsvæði.
Þann 30. maí n.k. verður almennur hreinsunardagur á Heimaey. Félagasamtök og aðrir hópar hafa verið afar duglegir að taka þátt í deginum. Forsvarsmenn félaga/hópa eru beðnir um að hafa samband við félagsmenn sína og boða þátttöku félagsins til Umhverfis- og framkvæmdasviðs, á netfangið umhverfissvid@vestmannaeyjar.is. Dagskrá hreinsunardagsins verður auglýst síðar á heimasíðu sveitarfélagsins.
Hreinsun lóða 23.-29. maí.
Vestmannaeyingar eru hvattir til að taka þátt í sameiginlegu átaki um hreinsun lóða dagana 23.-29. maí.
Starfsmenn bæjarins verða á ferðinni þessa daga og hirða garðúrgang sem settur hefur verið út fyrir lóðarmörk.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:10 

Til baka Prenta

Aðrar fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast aðrar fundargerðir.