Fundargerðir

Til baka Prenta
Fræðsluráð - 340

Haldinn Í gegnum fjarfundabúnað,
10.02.2021 og hófst hann kl. 16:15
Fundinn sátu: Arna Huld Sigurðardóttir formaður,
Elís Jónsson varaformaður,
Aníta Jóhannsdóttir aðalmaður,
Ingólfur Jóhannesson aðalmaður,
Leifur Jóhannesson 1. varamaður,
Drífa Gunnarsdóttir starfsmaður sviðs, Anna Rós Hallgrímsdóttir starfsmaður sviðs, Bjarney Magnúsdóttir starfsmaður sviðs, Guðrún Sigríður Þorsteinsdóttir starfsmaður sviðs, Helga Björk Ólafsdóttir , Kolbrún Matthíasdóttir .
Fundargerð ritaði: Drífa Gunnarsdóttir, fræðslufulltrúi


Dagskrá: 
Almenn erindi
Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, mætti vegna 1. máls og yfirgaf fund eftir það.
1. 202005069 - Menntarannsókn
Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, kynnti viljayfirlýsingu sem Vestmannaeyjabær, Háskóli Íslands, mennta- og menningarmálaráðuneytið og Samtök atvinnulífsins eru aðilar að og var undirrituð 5. febrúar sl. Þátttökuaðilar lýsa yfir vilja til að taka þátt í og styrkja þróunar- og rannsóknarverkefnið Kveikjum neistann.

Niðurstaða
Ráðið þakkar bæjarstjóra fyrir kynninguna. Ráðið lýsir yfir mikilli ánægju með að Vestmannaeyjabær sé fyrsta sveitafélagið á landinu til að fara af stað með og taka þátt í þessu einstaka þróunar- og rannsóknarverkefni sem er af þessari stærðargráðu. Samráðið hefur verið gott og eiga allir sem hafa komið að undirbúningsvinnunni mikið hrós skilið. Ekki ber á öðru en að allir hlutaðeigandi leggi mikinn metnað í verkefnið og verður spennandi að fylgjast með framhaldinu.
2. 202002055 - Könnun ASÍ á gjaldskrám leikskóla og frístundar
Formaður fræðsluráðs fór yfir helstu niðurstöður könnunar ASÍ á gjaldskrá leikskóla, skóladagvistunar og skólamáltíðum hjá sveitarfélögum. Engar breytingar eru á gjaldskrá leikskóla og skóladagvistunar hjá Vestmannaeyjabæ milli áranna 2020-2021.

Niðurstaða
Fræðsluráð fagnar niðurstöðum könnunarinnar. Stefna bæjaryfirvalda er að bjóða upp á góða þjónustu og að hafa gjaldskrá sveitarfélagsins sanngjarna gagnvart barnafjölskyldum.
3. 201504054 - Skimanir. Skimun í leik- og grunnskólum Vestmannaeyja. Athuganir. Rannsóknir.
Fræðslufulltrúi kynnti niðurstöður úr Hljóm-2 skimunarprófi sem lagt var fyrir nemendur á Víkinni sl. haust. HLJÓM-2 er aldursbundin skimun sem er lögð fyrir til að meta hljóðkerfis- og málmeðvitund barna í elsta árgangi leikskólans í því skyni að greina þau börn sem eru í áhættu fyrir síðari lestrarerfiðleika. Slök hljóðkerfis- og málvitund er talin aðalorsök lestrarvanda hjá 88% barna (9 af hverjum 10 börnum). Skimunin var lögð fyrir alla nemendur Víkurinnar, 49 talsins, og voru 12,5% nemenda sem náðu góðri færni, 66,7% náðu meðalfærni, 16,7% voru með slaka færni og 4,2% með mjög slaka færni. Þau börn sem fengu slaka færni, mjög slaka færni eða voru í meðalfærni með lágan heildarstigafjölda (tvítyngd börn) fengu þjálfun á deild sem og auka málvörvun hjá sérkennara 1-2 í viku. Í febrúarbyrjun var skimunarprófið lagt aftur fyrir þá nemendur sem voru í áhættuhópi og þá sem fengu aukaþjálfun, alls 19 nemendur en af þeim voru 10 undir viðmiðum í fyrra fyrirlögn. Sýndu allir nemendur framfarir og 9 af þeim 10 sem voru undir viðmiðum í fyrri fyrirlögn sýndu það miklar framfarir að þeir þurftu ekki áframhaldandi auka þjálfun. Þessar niðurstöður sýna það að snemmtæk íhlutun er afar mikilvæg á leikskólaárum svo draga megi úr mögulegum lestrarvanda hjá börnum þegar í grunnskóla er komið.

Niðurstaða
Ráðið þakkar fræðslufulltrúa fyrir kynninguna.
4. 201304072 - Leikskóla og daggæslumál.
Fræðslufulltrúi fór yfir stöðu leikskóla- og daggæslumála. 21 barn er á biðlista eftir leikskólaplássi. Öll börn sem náð hafa 12 mánaða aldri geta fengið vistun á leikskóla eins og staðan er í dag en það er þó bundið við Kirkjugerði þar sem fullt er á Sóla til hausts.
Dagforeldri er með fjögur börn í vistun.

Niðurstaða
Ráðið þakkar fræðslufulltrúa fyrir kynninguna og lýsir yfir ánægju með það að hægt sé að bjóða upp á vistun á leikskóla frá 12 mánaða aldri.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:09 

Til baka Prenta