Álagning gjalda fyrir árið 2024

Álagning fasteignaskatts, holræsagjalda, sorpeyðingar- og sorphreinsunargjalda

 

 

 

1. Fasteignaskattur af húsnæði verði eftirfarandi hlutfall af fasteignamati þeirra samkvæmt II. kafla laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995, með síðari breytingum, og reglugerð um fasteignaskatt nr. 1160/2005.

a). Íbúðir og íbúðarhús, útihús og mannvirki á bújörðum, sem tengd eru landbúnaði og sumarbústaðir: 0,250 %.
b). Sjúkrastofnanir skv. lögum um heilbrigðisþjónustu, skólar, heimavistir, leiksskólar, íþróttahús og bókasöfn 1,32%
c). Allar aðrar fasteignir: 1,35%.

2. Fráveitugjald af fasteignamati fasteignar skv. 15. gr. laga um uppbyggingu og rekstur fráveitna nr. 9/2009 .

a) Íbúðir og íbúðahús, útihús og mannvirki á bújörðum sem tengd eru landbúnaði og sumarbústaðir: 0,20%.
b) Allar aðrar fasteignir: 0,30%.

3. Bæjarráð samþykkir að lagt verði sorpeyðingargjald á hverja íbúð, kr. 48.481 og að

a) sorphirðu- og tunnuleigugjald verði kr. 22.519 á hverja íbúð.
b) Sorpbrennslu– og sorpeyðingargjöld fyrirtækja samkvæmt samþykktri gjaldskrá um meðhöndlun úrgangs sem tekur gildi þann 1. janúar 2024.

4. Gjalddagar fasteignagjalda skulu vera tíu þ.e. 15. feb., 15. mars, 15. apríl, 15. maí, 15. júní, 15. júlí, 15. ágúst, 15. sept., 15. okt., 15. nóv.

5. Dráttarvextir reiknast af gjaldföllnum fasteignagjöldum 30 dögum eftir gjalddaga.

6. Bæjarráð samþykkir að veittur verði 5% staðgreiðsluafsláttur af fasteignasköttum, holræsagjöldum skv. liðum 1 og 2 hér að ofan, séu þau að fullu greidd eigi síðar en 7. febrúar 2024.

7. Bæjarráð samþykkir að fasteignaeigendur 67 ára og eldri sem búsettir eru í fasteignum sínum og álagning nær til, fái 85% afslátt af lóðarleigu.

8. Bæjarráð samþykkir að fella niður fasteignagjöld ellilífeyrisþega og öryrkja skv. neðangreindum reglum:

 

 

 

Reglur um afslátt af fasteignagjöldum hjá tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum með lögheimili í Vestmannaeyjum.

Samkvæmt nýjum lóðarleigusamningum nemur loðarleiga 1% af lóðarhlutamati Íbúðarhúsnæðis og 3,5% af lóðarhlutamati atvinnuhúsnæðis.

 

1. gr.

Elli- og örorkulífeyrisþegum sem eiga lögheimili í Vestmannaeyjum og eru þinglýstir eigendur viðkomandi húsnæðis er veittur afsláttur af fasteignaskatti, fráveitugjaldi, sorpeyðingar- og soprhiðurgjöldum og lóðarleigu samkvæmt reglum þessum, sbr. heimild í 4. mgr. 5. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga sem og 15. gr. laga um uppbyggingu og rekstur fráveitna nr. 9/2009 og 59. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998. Afslátturinn er tengdur viðmiðunartekjum skv. 5. gr. reglnanna.

2. gr.

Rétt til afsláttar eiga íbúðareigendur;
a) sem eru 67 ára á árinu eða eldri, eða
b) sem hafa verið úrskurðaðir 75% öryrkjar fyrir 1. janúar á álagningarárinu,
c) sem búsettir eru í íbúð þeirri sem álagningin nær til.

3. gr.

Þegar um hjón eða sambúðaraðila er að ræða nægir að annað þeirra fullnægi því skilyrði að vera elli- og/eða örorkulífeyrisþegi.
Falli annar aðilinn, frá, þá á eftirlifandi rétt á því að njóta afsláttar hjóna, eða sambúðaraðila út árið sem fráfallið átti sér stað, óski hann þess.

4. gr.

Afsláttur miðast við tilteknar viðmiðunartekjur einstaklinga eða hjóna, þ.e. tekjum sem mynda álagningarstofn tekjuskatts, útsvars og fjármagnstekjuskatts, eins og þesssar tekjur voru árinu á undan álagningarári. Miðað er við sameiginlegar tekjur hjóna og samskattaðs sambýlisfólks. Gögnin eru sótt til Skattsins (áður RSK). Þegar nýtt skattframtal á álagningarárinu liggur fyrir er heimilt að endurreikna afslátt þeirra sem þess óska. Viðmiðunarfjárhæðirnar skulu endurskoðaðar árlega.

5. gr.

Viðmiðunartekjur eru sem hér segir:
1. Fyrir einstaklinga
:
a. Brúttótekjur 2022 allt að 6.000.000 kr: Full niðurfelling
b. Brúttótekjur 2022 allt að 6.300.000 kr: 70% afsláttur.
c. Brúttótekjur 2022 allt að 6.500.000 kr:: 30% afsláttur

2. Fyrir hjón:
a. Brúttótekjur 2022 allt að 8.200.000 kr: Full niðurfelling
b. Brúttótekjur 2022 allt að 8.700.000kr: 70% afsláttur
c. Brúttótekjur 2022 allt að 9.300.000 kr: 30% afsláttur

 

 

 


Jafnlaunavottun Learncove