Goslokahátíð
Fyrstu helgina í júlí ár hvert, stendur Vestmannaeyjabær fyrir myndarlegri Goslokahátíð, til minningar um lok eldgossins sumarið 1973.
Um er að ræða hátíð fulla af viðburðum. Sem dæmi má nefna tónleika, lista- og hönnunarsýningar, fyrirlestra, barna- og fjölskylduhátíð í samstarfi við Landsbankann, Íslandsbanka og Ísfélagið, leiksýningar, skipulagðar göngur, golfmót og ýmis frumkvæði fyrirtækja og einstaklinga í Vestmannaeyjum. Þúsundir gesta leggja leið sína til Vestmannaeyja til þess að taka þátt í hátíðinni og fjölgar gestum með hverju árinu sem líður. Þetta er önnur tveggja stærstu hátíða sem haldnar eru i Vestmannaeyjum árlega.
Óskar nefndin eftir samstarfi við einstaklinga/og eða fyrirtæki sem áhuga hafa á að koma að hátíðinni, hvort heldur sem er með hugmyndum, ábendingum, spurningum eða öðru viðeigandi. Hægt er að hafa samband í gengum tölvupóst goslok@vestmannaeyjar.is eða í síma 488-2000.
Goslokahátíðin verður haldin dagana 3. - 6. júlí 2025
Goslokanefnd 2025:
Erna Georgsdóttir,
Dóra Björk Gunnarsdóttir,
Magnús Bragason,
Súsanna Georgsdóttir
Birgir Nielsen.
Jóhann Jónsson og Drífa Gunnarsdóttir starfa með nefndinni.
Dagskrá