Vorþing atvinnuþróunarfélaga 2004
Vorþing atvinnuþróunarfélaga var haldið 18. og 19. maí s.l. á Húsavík. Þar var m.a. kynnt tvö samstarfsverkefni sem Nýsköpunarstofa Vestmannaeyja hefur fengið styrk.
Fyrra verkefnið er þróun og gerð námskeiðs í gæðalíkani fyri
Vorþing atvinnuþróunarfélaga var haldið 18. og 19. maí s.l. á Húsavík. Þar var m.a. kynnt tvö samstarfsverkefni sem Nýsköpunarstofa Vestmannaeyja hefur fengið styrk.
Fyrra verkefnið er þróun og gerð námskeiðs í gæðalíkani fyrir ferðaþjónustu. Þetta verkefni er samstarfsverkefni Impru og Nýsköpunarstofu Vestmannaeyja og hlaut Nýsköpunarstofa 500 þús. kr. styrk frá Impru. Námskeiðið verður haldið n.k. haust fyrir starfsmenn ferða- og opinberrar þjónustu til að auka ánægju ferðamanna vegna betri þjónustu.
Seinna verkefnið sem hlaut styrk er samstarfsverkefni milli Impru, Nýsköpunarstofu Vestmannaeyja og Atvinnuþróunarfélags norður Þingeyinga. Það verkefni er þróunarverkefni um gerð rekstrarlíkans fyrir ferðaþjónustu.