18. maí 2004

Vorfundur Félags leikskólafulltrúa á Íslandi.

Fimmtudaginn 29.apríl og föstudaginn 30. apríl sl. Fyrri hluti fundarins var haldinn á skólaskrifstofu Kópavogs. Síðari hluti fundarins var haldinn á

Fimmtudaginn 29.apríl og föstudaginn 30. apríl sl.

Fyrri hluti fundarins var haldinn á skólaskrifstofu Kópavogs. Síðari hluti fundarins var haldinn á Hótel Glym í Hvalfirði. 

Fimmtudagurinn 29. apríl sátu þennan hluta fundarins leikskólaráðgjafar frá Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Suðurlandi og Árborg.

Jóhanna Einarsdóttir dósent í KHÍ sagði frá eigindlegri rannsókn sem hún gerði árið 2003 í tveimur leikskólum og tveimur grunnskólum í Reykjavík. Í fyrirlestrinum sem hún nefndi stefnur og straumar í kennslu ungra barna, kynnti Jóhanna niðurstöður um ólíkar áherslur í starfi leik- og grunnskóla. Einnig kom fram að starfshættir og aðferðir við kennslu barnanna eru ólíkar og mismunur er á skoðunum kennaranna við að tengja skólastigin. Umræður og fyrirspurnir voru á eftir.

Hægt er að skoða rannsóknina sjálfa á netinu undir khi.is/starfsfólk, jóhanna einarsdóttir, fyrirlestrar.

 

Eftir hádegisverð var haldið að Hótel Glym .

Áframhaldið fundi, rætt um 5ára börnin. Sesselja Hauksdóttir (Kópavogi) kynnti námskrágerð fyrir 5 ára börn sem unnið er að í Kópavogi. Leikskólafulltrúi ásamt nokkrum leikskólastjórum og leikskólakennurum vinna að gerð hennar.

Margrét Vallý Jóhannsdóttir (Reykjavík) kynnti niðurstöður úr nefndarvinnu á vegum leikskólaráðs Reykjavíkur um framtíðarsýn vegna 5 ára barna. Nefndina skipuðu stjórnmálamenn og embættismenn borgarinnar ásamt fulltrúa frá fræðsluráði og fulltrúa frá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur.

Rætt um upplýsingar um börn frá leikskóla til grunnskóla, leyfi persónuverndar og lagalegu hlið málsins.

Hrafnhildur G. Sigurðardóttir ( Akureyri) sýndi ýmsar tölulegar uppl. varðandi leik- og grunnskóla, einnig kynnti hún viðhorfskönnun hjá starfsfólki  í leik- og grunnskólum á Akureyri árið 2003. Markmiðið er að starfsmenn meti starfsaðstæður sínar.

 

Föstudagurinn 30. apríl.

Farið yfir hvað var að gerast í leikskólamálum í sveitarfélögunum, hver leikskólafulltrúi flutti stutt yfirlit um starfsemin og síðan gátu fundarmenn spurt. Ísafjörður var með í fyrstaskipti og mikið fagnaðarefni.

 

Formaður þakkaði fulltrúum fyrir greinargóð yfirlit síðan voru

önnur mál rædd og ýmsar fyrirspurnir komu varðandi rekstur .

Fundi lauk svo síðdegis og þótti vel hafa tiltekist

 

Auður Karlsdóttir, leikskólafulltrúi.

 

 


Jafnlaunavottun Learncove