25. september 2023

Viltu hafa áhrif?

Opið er fyrir ábendingar, tillögur og styrkumsóknir vegna fjárhagsáætlunargerðar Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2024 undir heitinu “Viltu hafa áhrif 2024?”

Nýbreytni

Ákveðið hefur verið að tvískipta úthlutun heildarstyrkfjárhæðarinnar fyrir næsta ár. Þannig geta umsækjendur ýmist sótt um styrk nú fyrir verkefni á fyrri hluta næsta árs, eða seinna þegar líður á árið 2024, í tengslum við síðari úthlutun. Auglýst verður sérstaklega eftir umsóknum í tengslum við síðari úthlutun.

Markmið

Markmiðið með styrkjunum er að stuðla að auknu íbúalýðræði í Vestmannaeyjum með því að gefa fólki, fyrirtækjum og félagasamtökum tækifæri á að hafa áhrif á nærsamfélagið með góðum verkefnum. Fjölmargar góðar umsóknir og ábendingar hafa borist í gegnum tíðina. Má þar m.a. nefna styrki til fjölda sýninga, menningartengda bókaútgáfu, leiktæki á opnum svæðum og göngustíga.

Ábendingar og tillögur

Áhugasamir einstaklingar og aðilar í Vestmannaeyjum sem vilja koma fram tillögum eða ábendingum varðandi fjárhagsáætlun 2024, eru hvattir til að koma þeim til skila í síðasta lagi 6. október 2023 á netfangið matthildur@vestmannaeyjar.is, eða með hefðbundnum pósti á póstfangið Vestmannaeyjabær við Kirkjuveg 50, 900 Vestmannaeyjum, b.t. Matthildar Halldórsdóttur.

Styrkir

Á sama hátt er áhugasömum einstaklingum og aðilum bent á að sækja um styrki eða framlög vegna verkefna fyrir árið 2024, að senda umsóknir til bæjaryfirvalda í síðasta lagi 6. október 2023 á sama netfang eða póstfang.

Í umsókninni þurfa að koma fram upplýsingar um nafn, heimilisfang, símanúmer og netfang umsækjenda, lýsing á verkefninu, áætluð upphæð og framkvæmdatími (þar sem við á). Ef sótt er um styrk til fjárfrekra verkefna þarf að koma fram sundurliðuð áætlun um einstaka kostnaðarliði.

Skilyrði er að umsókninni fylgi greinargerð sem skýrir verkefnið sem sótt er um styrk til sem og síðasta skattframtal eða ársreikningur.

Áskilinn er réttur til að krefjast frekari gagna, þyki þess þörf.


Jafnlaunavottun Learncove