Við sem heima sitjum
Tónleikar í Eldheimum í kvöld kl. 21:00
Við viljum vekja athygli á breyttri tímasetningu á tónleikunum vegna leik Íslands við Krótatíu á HM í handbolta.
Tilefnið er að minnast tímanna frá fyrir og eftir gosið í Heimaey 1973. Sungin verða vinsæl lög frá þessum tíma, bítlalög, þjóðlög, popplög o.s.frv. Á tónleikunum ætlum að hafa notalega kvöldstund með tónlist sem var vinsæl bæði fyrir og eftir gosið 1973, segir í tilkynningu frá skipuleggjendum.
„Við ætlum að syngja og leika lög eftir Bítlana, Gunnar Þórðarson, Bob Dylan, Oddgeir Kristjánsson, Carol King, Bee Gees, Sigfús Halldórsson og fleiri og fleiri. Ekki missa af þessum einstöku tónleikum sem verða aðeins í þetta eina sinn,” segir ennfremur í tilkynningunni en tónleikarnir hefjast klukkan 21.00.
Fram koma þau Hrafnhildur Helgadóttir, Júlíanna S. Andersen, Arnór Hermannson, Helga Jónsdóttir, Þórir Ólafsson og Magnús R. Einarsson.
Aðgangseyrir aðeins 2900 kr.