26. október 2004

Vestmannaeyjar verða með á Listahátíð í Reykjavík 2005.

Önnur landsbyggðarsveitafélög sem verða með eru Seyðisfjörður,Akureyri og Ísafjörður.   Eins og áður hefur komið fram kom þessi hugmynd upp á málþingi sem haldin var á vegum Listahátíðar sl. haus
Önnur landsbyggðarsveitafélög sem verða með eru Seyðisfjörður,Akureyri og Ísafjörður.
 
Eins og áður hefur komið fram kom þessi hugmynd upp á málþingi sem haldin var á vegum Listahátíðar sl. haust að efla þátttöku landsbyggðarinnar í Listahátíð Reykjavíkur.  Í framhaldi af viðræðum framkvæmdastjóra fræðslu- og menningarsviðs við stjórnanda Listahátíðar, Þórunni Sigurðardóttur hitti hann Jessicu Morgan frá Tate Modern í London sem er sýningarstjóri yfir öllu verkefninu.  Hún ásamt ítölskri listakonu komu í haust hingað til Eyja og kynntu sér aðstæður og nú hefur verið ákveðið að sú ítalska komi hingað.
 
Nú er að verða fullmótaður rammi myndlistarþáttar Listahátíðar 2005, og eru um að ræða umfangsmesta mynlistarverkefni sem hér hefur verið efnt til, með yfir 20 sýningarstöðum.  Kjarni sýningarinnar eru sýningar Dieters Roth í Listasafni Reykjavíkur og Listasafni Íslands.  Björn Roth er sýningarstjóri þeirra.
 
Það er sum sé búið að velja listamennina, í samráði við söfn, gallerí og viðkomandi staði og eru þeir samtals 30 talsins, þar af helmingur Íslendingar.
 
Gert er ráð fyrir að umfangsmikil kynning verði á þessu verkefni erlendis, bæði vestan hafs og austan og hefur sérstakt kynningarfyrirtæki, Blue Medium verið ráðið til að aðstoða við þann þátt.
 
Sérstakur vefur verður gerður vegna verkefnisins og einnig verður samstarf við skóla og fræðsluyfirvöld í þeim tilgangi að kynna samtímalist fyrir börnum og ungmennum.
 
Innan skamms verður hafist handa við gerð samninga við hvern og einn stað.  Gert er ráð fyrir að meginreglan, hvað varðar samninga og skiptingu kostnaðar, verði sú að Listahátíð greiði kostnað vegna listamannanna, ferðir þeirra ofl.  Staðirnir sjá hins vegar um að greiða það sem snýr að listaverkunum sjálfum, uppsetningu þeirra og flutning.
 
Nánar um þetta síðar.
 
Andrés Sigurvinsson framkvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs Vestm.
 

Jafnlaunavottun Learncove