Vestmannaeyjadagskrá á Menningarnótt í Reykjavík 21. ágúst 2004.
Hérna fyrir neðan geta menn kynnt sér dagskrána nánar.
Skrúðganga: Ætlunin er að Lúðrasveit Vestmannaeyja leggi af stað frá Hljómskálanum kl. 13:30 og gangi sem leið liggur Fríkirkjuveginn, Lækjargötu og inn og yfir brúna inn í Ráðhúsið. Stjórnandi Stefán Sigurjónsson.
Vestari salur: Lúðrasveit, leiklist,Eyjalög, hippar,unglingatónleikar, söngur og hljóðfæraleikur, glens og gaman.
- Kl. 14:00 Ávörp forseta borgarstjórnar Árna Þórs Sigurðssonar og Bergs E. Ágústssonar bæjarstjóra Vestmannaeyja,Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur Eyjalög.
- Kl. 15:00 Tyrkjaránið 1627. Félagar frá Leikfélagi Vestmannaeyja. Syrpur eftir Ása í Bæ og Oddgeir Kristjánsson í flutningi Gísla Helgasonar, Hafsteins Guðfinnssonar og félaga.
- Kl. 16:00 Húllum hæ fyrir börn, Leikfélag Vestmannaeyja og götuleikhúsið "Ottó" Bæjarfulltrúar Vm. taka þátt í skemmtuninni.
- Hippabandið leikur og syngur hippalögin sígildu.
- Kl. 17:00 Verðlaunaafhending frá Reykjavíkurmaraþoni Lúðrasveit Vestmannaeyja spilar undir.
- Kl. 18:00 Tyrkjaránið 1627. Félagar frá Leikfélagi Vestmannaeyja.
- Íris Guðmundsdóttir og Unnur Ólafsdóttir syngja við undirleik Sigurmundar Einarssonar
- Kl. 19:00 Hljómsveitirnar Hoffman og Thorshamar Tónleikar fyrir yngri kynslóðina
- Kl. 20:00 Messuhópurinn, söngur og spil undir stjórn Ósvaldar Freys
- Hippabandið leikur hin sígildu hippalög
- Hljómsveitin Dans á Rósum
- Kl 21:00 Obbó-síí hópurinn,fjöldi tónlistarmanna og söngvara kemur fram. Stjórnadi Ósvaldur Freyr Guðjónsson
- Kl.22:00 Syrpur eftir Ása í Bæ og Oddgeir Kristjánsson í flutningi Gísla Helgasonar, Hafsteins Guðfinnssonar og félaga.
- Kl 22:30 Árni Johnsen slúttar með hinni einu sönnu Eyjastemmingu.
Kynnar: Andrés Sigurvinsson og Kristín Jóhannsdóttir með aðstoð Margrétar Láru og Gunnars Heiðars knattspyrnustjarnanna frá IBV.
Miðdekk: Hamfarir og matur.
Inni á tjarnarveggnum verður í gangi alla dagskrána kvikmynd Ernst Kettlers, Páls Steingrímssonar og Ásgeirs Long frá náttúruhamförunum í Heimaey 1973 og í miðrýminu mun Grímur Gíslason kokkur í Höllinni í Vestmannaeyjum gefa fólki tækifæri á að smakka reyktan lunda með sinnepssósu jafnframt sem hann býður upp á ýmsa rétti sem hann framleiðir úr fiski sem veiðist við Eyjar.
Þar verður einnig á boðstólum harðfiskur framleiddur af Godthaab í Eyjum og nýtínd söl.
Landsmenn vita að sjósókn og veiðimennska hvers konar hefur verið lifibrauð eyjaskeggja í gegn um aldirnar.
Eystri salur: Eldfjall,uppbygging,mannlíf,þjóðhátíðartjald,lundapysjur. 6 sjónvarpsskjáir verða víðs vegar í salnum sem sýna framangreint.
Myndefni m.a. frá Páli Steingrímssyni, Ernst Ketler, Heiðari Marteinssyni, Gísla Jóhannesi Óskarssyni, og einkaaðilum.
Vestmannaeyjar samanstanda af 15 eyjum auk tuga dranga og skerja. Heimaey er langstærst eyjanna og varð til í eldgosi í Helgafelli fyrir 5 - 6000 árum, en það gos tengdi Stórhöfða við Norðurklettana. Allar hafa eyjarnar orðið til í eldgosum. 1963 hófst Surtseyjargosið og er Surtsey nýjasta eyjan í klasanum. Hún er alfriðuð og kærkomið rannsóknarefni vísindamanna. 1973 hófust jarðeldarnir í Heimaey og Eldfellið myndaðist og hraunið þar útfrá. Heimaey stækkaði um 20%.
Tyrkjaránið 1627 er einn átakanlegasti atburður í sögu Eyjanna. Þá voru 36 drepnir og 242 teknir herfangi, fluttir úr landi og seldir. Allir þekkja sögu Guðríðar Símonardóttur en hún var keypt laus úr barbaríinu og kynntist tilvonandi eiginmanni sínum Hallgrími Péturssyni sálmaskáldi á heimferð sinni.
"Lundinn er fegurstur fugla", í apríl á hverju ári kemur fuglinn í miljónatali og tekur land í Vestmannaeyjum. Prófasturinn, eins og hann er oft nefndur, er góðkunningi allra Eyjamanna, fuglinn okkar og hefur leikið stórt hlutverk í uppeldi okkar. Pysjan nefnist afkvæmi Lundans og pysjuævintýri hefst upp úr lokum Þjóðhátíðar. Þá fer Brúsi bjargvættur á stjá og safnar saman þeim lundapysjum sem hafa í skjóli nætur flogið að ljósunum í bænum. Síðan er þeim gefið frelsi í næstu fjöru daginn eftir. Ótrúleg upplifun og stöðugt eykst fjöldi þeirra sem heimsækja Vestmanneyjar eftir Þjóðhátíð. Lundaball,uppskeruhátíð úteyinga er einn af föstum viðburðum í september og öllum opinn.
Þjóðhátíð Vestmannaeyja hefur verið við lýði síðan 1874. Þá var haldið upp á 1000 ára afmæli Íslandsbyggðar en vegna veðurs urðu Eyjamenn að sitja heima. Slógu menn þá upp sinni eigin hátíð og hefur hún verið haldin 130 sinnum síðan.
IBV sér um undirbúning og skipulagningu hátíðarinnar og stór hluti heimamanna flyst búferlum (í hvítu tjöldin ) inn í Herjólfsdal yfir hátíðisdagana. Landsþekktar hljómsveitir og skemmtikraftar, brenna á Fjósakletti og flugeldasýning og brekkusöngur stendur fólki til boða og Eyjastemming eins og hún gerist best. Aðsókn á Þjóðhátíð er stöðug og menn koma ár eftir ár til að upplifa þessa einstöku þjóðhátíðarstemmingu sem ríkir í Dalnum
Fræðslu-og menningarsvið
Andrés Sigurvinsson framkvæmdastjóri