23. ágúst 2004

Vestmannaeyjabær þakkar stuðning og þátttöku á Menningarnótt í Reykjavík. Stolt og þakklæti efst í huga

Sýningin Eyjamanna í eystri sal Ráðhúss Reykjavíkur framlengd um eina viku, stendur fram á næstkomandi mánudag. Lundamamma enn í Hólmanum. Fræðslu-og menningarsvið Vestmann

Sýningin Eyjamanna í eystri sal Ráðhúss Reykjavíkur framlengd um eina viku, stendur fram á næstkomandi mánudag. Lundamamma enn í Hólmanum.

Fræðslu-og menningarsvið Vestmannaeyjabæjar þakkar öllum þeim fölmörgu sem komu að og studdu för okkar til Reykjavíkur sem gestasveitafélag höfðuðborgarinnar á Menningarnótt.  Þátttaka heimamanna var einstaklega góð og fagmannlega af hendi leyst og erum við sem stóðum að undirbúningi og skipulagningu afar stolt af þeim viðtökum og umsögnum sem dagskrá okkar hefur fengið.  Stöðugur straumur fólks var allan daginn í Ráhúsinu og að sögn yfirmanna gæslu hefur fjöldinn aldrei verið slíkur, og þeir hjá veitingastaðnum Ráðhúskaffi sögðu söluna vera rúmlega helmingi meiri en undanfarin ár.  Þannig að dagskráin virðist hafa hitt í mark og vakið þá athygli sem að var stefnt og náði athygli fjölmiðlanna.

Sýningin í eystri salnum þar sem við slógum m.a. upp þjóðhátíðartjaldi, lýsandi og reykmettuðu eldfjalli með lundum á þartilgerðum reit og tjörn sem og sýnishorni af hrauninu ásamt lifandi myndum af náttúru - mann- og fuglalífi ásamt myndum frá gostímanum og uppbyggingu vakti slíka athygli og áhuga að rekstrarstjóri Ráðhússins Reykjavíkur,Ólafur Jónsson vakti máls á að hafa þennan hluta uppistandandi fram á nk. mánudag.  Eftir að hann og framkvæmdastjóri fræðslu og menningarsviðs höfðu náð lendingu varðandi kostnað og aðra framkvæmdaliði var þetta ákveðið og sérstakur starfsmaður Vestmanneyjabæjar, Hlíf Gylfadóttir frá Byggðasafni Vestmannaeyja mun vera á svæðinu og leysa úr spurningum bæði hvað varðar sögu - og ferðamál.

Páll Steingrímsson léði okkur fúslega þrjár myndir til sýningar, sömuleiðis fengum við mynd Ernst Kettlers, Heiðars Marteinssonar og svo tók Gísli Óskarsson saman langa myndasyrpu frá mannlífi dagsins í dag.   Allar þessar myndir hafa vakið mikla athygli, hlotið lof fyrir fagmennsku og upplýsingagildi. Í dag, mánudag var salurinn sneisa fullur af fólki innlendu og erlendu og naut þess sem sýning okkar hefur upp á að bjóða.  Fjöldi fyrirspurna barst til okkar sem vorum fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar á svæðinu.

Verk Þórðar Svanssonar vöktu verðskuldaða athygli og settu sterkan heildarsvip á salinn þar sem skemmtidagsskráin var flutt og var mikiði spurt um þennan ágæta listamann okkar.  Kunnum við honum bestu þakkir fyrir framlagið og hvetjum til frekari dáða sem og aðra listamenn hér heima.

Sömuleiðis er einkar ánægjulegt að nefna það að kynningarbæklingur okkar um Vestmannaeyjar, "Fylgdu mér í Eyjar út? hefur fengið mjög jákvæðar viðtökur, þykir upplýsandi og skýr.  Við afhentum gestum og gangandi hátt á þriðja þúsund eintaka.  Bæklingurinn er á leið í prentun og viðbætist nú ensk, þýsk og frönsk útgáfa.  Einhverjar viðbætur verða og vilji menn koma inn auglýsingum þá er að hafa samband við Kristínu Jóhannsdóttur markaðsfulltrúa.   Aðalatriðið er að fylgja þessari athygli vel eftir og er ýmislegt í bígerð þar að lútandi. Þökkum Guðmundi Sigfússsyni ljósmyndara sérstaklega fyrir hjálpina varðandi myndefnið í bæklinginn.

Við viljum enn og aftur þakka öllum stuðninginn og hjálpina og  engum að ólöstuðum viljum við sérstaklega þakka stuðning þeirra Samskipsmanna og Ragnari Balvinssyni og hans liði frábært starf.  Án slíkra hjálparhellna væri ógerlegt að hrinda svona stóru verkefni í framkvæmd á svona skömmum tíma. Sama gildir um samstarfsfólkið syðra sérstakalega snillingnum Úlfi Grönvald leikmyndateiknara og starfsmönnum Sviðsmynda og Ráðhúss Reykjavíkur. Kærar þakkir. 

Andrés Sigurvinsson, framkvæmdastjóri fræðslu og menningarsviðs Vestmannaeyjabæjar.

 

 

 

 


Jafnlaunavottun Learncove