Vestmannaeyjabær tekur á móti flóttafólki
Ríkið og Vestmannaeyjabæjar hafa undirritað samning um samræmda móttöku flóttafólks í Vestmannaeyjum.
Samningurinn kveður á um að Vestmannaeyjabær taki í samstarfi við stjórnvöld á móti allt að 30 flóttamönnum. Vestmannaeyjabær hefur einnig undirritað samning sem felur í sér að veita þjónustu til umsækjenda um alþjóðlega vernd, þ.e. fólks sem bíður eftir svari við verndarumsókn sinni.