30. október 2020

Vestmannaeyjabær framlengir tímafrest til 6. nóvember 2020 að senda inn tilboð vegna heimsendan mat.

Vestmannaeyjabær óskar eftir samstarfsaðila sem annast matargerð/matreiðslu, pökkun, dreifingu og framreiðslu á heimsendum mat til eldri borgara og stofnana Vestmannaeyjabæjar.

· Samið er um ákveðna upphæð fyrir matarpakka (einingaverð).

· Um er að ræða heimsendan mat alla daga ársins. 

· Vestmannaeyjabær mun sjá um mótttöku á pöntunum og innheimtu.

· Matseðill skal samanstanda af heitum hádegisverði sem dreifist í umbúðum sem heldur matnum heitum. Matarskammtur miðast við fullorðinn einstakling.

· Fyrir skal liggja matseðill fyrir almennt fæði að minnsta kosti fjórar vikur fram í tímann, sem er aðgengilegur fyrir eldri borgara. Æskilegt er að allt meðlæti, sem boðið er upp á, komi fram á matseðli.

· Yfirumsjón með framleiðslu fæðis skal vera í höndum menntaðs matreiðslumanns eða næringarfræðings eða aðila með sambærilega menntun.

· Samsetning fæðunnar skal taka mið af Handbók um matarræði aldraðra, þar sem er að finna ráðleggingar Lýðheilsustöðvar (nú Embætti landlæknis) um matarræði og næringarefni. https://www.landlaeknir.is/heilsa-og-lidan/naering/eldra-folk/

· Rekstraraðili skal sérstaklega huga að næringarinnihaldi fæðisins, fjölbreytni máltíða og sérstökum þörfum fólks vegna ofnæmis og fæðuóþols. Einnig þarf að vera möguleiki á að bjóða upp á maukfæði í sérstökum tilfellum.

· Framleiðsla og dreifing matvæla er leyfisskyld sarfsemi og háð opinberu eftirliti. Rekstraraðili skal hafa gilt starfsleyfi frá heilbrigðisnefnd sveitarfélags og uppfylla lög og reglugerðir um matvælaframleiðslu á hverjum tíma, þar á meðal lög nr. 93/1995, um matvæli, og reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 852/2004, um hollustuhætti sem varða matvæli. Velji rekstraraðili að fela þriðja aðila einhverja þætti í þessari starfsemi, skal hann ábyrgjast að sá aðili hafi gilt starfsleyfi og uppfylli sömu kröfur.

· Rekstraraðili skal við framleiðslu fæðis og rekstur eldhúss hafa virkt innra eftirlit sem tekur mið af GÁMES-eftirlitskerfinu (HACCP) og uppfyllir að minnsta kosti fimm fyrstu skrefin í GÁMES.

· Samningur gildir í 3 ár með möguleika á framlengingu um allt að tvö ár.

· Hægt er að segja upp samningi skriflega með lágmark 6 mánaða fyrirvara.

· Uppsögn miðast við mánaðamót.

Óskað er eftir;

· Tilboði í matarskammta (vægi 75%)

· Hugmyndum að matseðil í a.m.k. fjórar vikur fram í tímann (vægi 15%)

· Hugmyndum að valkvæðum matseðli fyrir þá sem eru með ofnæmi og fæðuóþol eða aðrar sérþarfir (vægi 5%).

· Hugmyndum að framsetningu matarskammts (vægi 5%)

· Upplýsingum um hvernig viðkomandi uppfyllir kröfur um menntun, leyfisskyldu og innra eftirlits á gæðum.

Í dag er umfang heimsends matar um 12.000 skammtar á ári, en gæti orðið um 14.500 skammtar ef dagdvöl telst með.

Tilboð verða metin eftir vægi einstakra þátta sem óskað er eftir skv. upptalningu hér að ofan. Matið annast framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs, deildarstjóri öldrunarmála Hraunbúða og deildarstjóri heimaþjónustu.

Tilboð skulu berast Vestmannaeyjabæ, Bárustíg 15, 900 Vestmannaeyjum, í síðasta lagi 6. nóvember 2020.

Nánari upplýsingar veitir Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyjabæjar í síma 488 2000 eða með tölvupósti jonp@vestmannaeyjar.is