Vestmannaeyjabær og Laugar gera tímabundinn leigusamning vegna heilsuræktar
Tímabundinn leigusamningur gerður við Laugar og heilsurækt opnar innan skamms.
Eins og áður hefur komið fram var útboð um uppbyggingu og rekstur heilsuræktar við Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja kært og er í ferli hjá kærunefnd útboðsmála og óljóst hvenær niðurstaða kemst í það mál. Bæjarráð hefur samþykkt tímabundinn leigusamning milli Vestmannaeyjabæjar og Lauga vegna heilsuræktar í núverandi aðstöðu við Íþróttamiðstöðina. Laugar buðu í uppbyggingu og rekstur heilsuræktar við Íþróttamiðstöðina og kom fram í tilboðinu að fyrirtækið gæti komið með ný tæki strax og sett upp aðstöðuna með litlum sem engum fyrirvara. Er þetta mikilvægt svo þjónusturof verði sem minnst enda um lýðheilsumál að ræða. Gert er ráð fyrir því að heilsurækt á vegum Lauga opni í Íþróttamiðstöðinni áður en langt um líður.