8. júní 2004

Vestmannaeyjabær heiðursgestur á menningarnótt í Reykjavík 21. ágúst n.k.

Bæjarstjóra falið að undirbúa málið í samráði við framkvæmdastjóra fræðslu-og menningarsviðs og markaðsfulltrúa Nýsköpunarstofu.   Borgarstjórinn í Reykjavík
Bæjarstjóra falið að undirbúa málið í samráði við framkvæmdastjóra fræðslu-og menningarsviðs og markaðsfulltrúa Nýsköpunarstofu.
 
Borgarstjórinn í Reykjavík sendi bæjastjóra  boð um að Vestmannaeyjabær verði heiðursgestur menningarnætur Reykjavíkur 21. ágúst næstkomandi.
 
Menningarnótt verður haldin í 9. sinn í ágúst.  Menningarnóttin er orðin fjölmennasta hátíð landsins, árið 2003 söfnuðust nálægt 100.000 manns saman í miðborg Reykjavíkur til að njóta þeirra fjölbreyttu skemmtunar sem í boði var. 
Undanfarin ár hefur skapast sú hefð að einu sveitarfélagi er boðið að vera heiðursgestur menningarnætur en í því felst að viðkomandi sveitarfélag fær Tjarnarsal Ráðhússins til afnota allan daginn og fram á kvöld.  Sveitarfélögin hafa notfært sér þetta heimboð á ýmsan máta, t.a.m. var Siglufjörður sýningu á ýmsum stofnunum og fyrirtækjum bæjarins í fyrra og mjög fjölbreytta menningar- og skemmtidagskrá að auki.  Viðburðir sveitarfélagsins eru kynntir í dagskrárbæklingi og upplýsingavefsíðum Menningarnætur.
 
Bæjarráð þáði boðið með þökkum og fól Bergi E. Ágústssyni bæjarstjóra að undirbúa málið eins að framan segir.
 
Andrés Sigurvinsson framkvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs.
 

Jafnlaunavottun Learncove