Laust til umsóknar starf í félagsstarfi aldraða og ræstingu á Bjarginu
Auglýst er eftir starfsmanni í dagdvöl aldraða. Um er að ræða hlutastarf 85% unnin á dagvinnutíma 10-16 alla virka daga frá.
Dagdvöl er stuðningsúrræði við þá sem búa í heimahúsum en þurfa að staðaldri eftirlit og umsjá til að geta búið áfram heima. Í dagdvöl er boðið upp á persónulega þjónustu sem er byggð á þörfum viðkomandi. Lögð er áhersla á virkja einstaklega félagslega sem og í athöfnum daglegs lífs. Markmiðið er að einstaklingum líði vel og fái þá þjónustu við hæfi.
Helstu verkefni:
- Aðstoða fólk sem búa í þjónustuíbúðum við athafnir daglegs lífs
- Stuðla að félagslegri virkni og draga úr félagslegri einangrun
- Veita virka hlustun og athygli á andlega líðan
- Sýna frumkvæði í starfi, vera opinn og með jákvætt viðhorf
- Dagleg þrif og umsjón með þvotti
- Frágangur og þrif eftir matar- og kaffitíma
- Að halda viðverustöðum snyrtilegum
Hæfniskröfur
- Áhugi á að vinna með öldruðum.
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum.
- Hreint sakavottorð
- Samviskusemi, frumkvæði og stundvísi
_____________________________________________________________________________
Umsóknarfrestur er til og með 30 Janúar. Einstaklingur þarf að geta hafið störf 3. febrúar eða eftir nánara samkomulagi.
Laun og kjör skv. kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og STAVEY/Drífandi.
Umsóknum ásamt ferilskrá skal skilað á netfangið ragnheidurg@vestmannaeyjar.is merkt ,,Starfsmaður í dagdvöl aldraðra“.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Ragnheiður Lind Geirsdóttir, deildarstjóri dagdvalar í síma 488-2610 / 841-8881 eða ragnheidurg@vestmannaeyjar.is
Hvatning er til allra áhugasamra einstaklinga, óháð kyni, til að sækja um starfið skv. lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 15/2020 og lögum um kynrænt sjálfræði nr. 80/2019.