Verkstjórar í Þjónustumiðstöð
Bæjarstjóri ákvað á dögunum að skipa eftirtalda aðila í ábyrgðarstörf í Þjónustumiðstöð Vestmannaeyja
Yfirverkstjóri: Ragnar Baldvinsson
Verkstjóri Umhverfisdeildar: Valtýr Georgsson
Verkstjóri Þjónustudeildar:
Bæjarstjóri ákvað á dögunum að skipa eftirtalda aðila í ábyrgðarstörf í Þjónustumiðstöð Vestmannaeyja
- Yfirverkstjóri: Ragnar Baldvinsson
- Verkstjóri Umhverfisdeildar: Valtýr Georgsson
- Verkstjóri Þjónustudeildar: Tómas Bjarki Kristinsson
Allir þessir aðilar hafa mikla reynslu úr Áhaldahúsinu og hafa starfað þar til fjölda ára og þekkja starfsemi þess mjög vel.
- Ragnar Þór Baldvinsson sem er meistari í bifvélavirkjun hefur starfað í Áhaldahúsinu s.l. 42 ár og starfað við verkamannastörf, þungavinnuvélar, á verkstæði við bifvélavirkjun, verið verkstjóri frá því í gosinu og yfirverkstjóri síðan 1991. Ragnar þekkir alla innviði starfseminnar til þaula og verður yfirverkstjóri í Þjónustumiðstöð Vestmannaeyja.
- Valtýr Georgsson hefur verið verkstjóri í Áhaldahúsinu í meira en 10 ár. Valtýr hefur starfað þar í 31 ár og sinnt ýmsum störfum þar. Hann hefur verið almennur verkamaður, bílstjóri og verkstjóri í útiverkum. Valtýr verður verkstjóri umhverfisdeildar í Þjónustumiðstöð Vestmannaeyja.
- Tómas Bjarki Kristinsson hefur starfað fyrir Vestmannaeyjabæ frá 1989 og var þá verkamaður til ársins 1991. Þá varð hann tækjastjóri þungavinnuvéla og hefur verið það s.l. 13 ár og einnig sinnt störfum varðandi utanumhald fyrir tímaskráningar, haldið utan um lager o.fl.. Tómas verður verkstjóri þjónustudeildar í Þjónustumiðstöð Vestmannaeyja.
Tilkynning frá framkvæmdastjóra Umhverfis- og framkvæmdasviðs