16. maí 2023

Verkfall aðildarfélaga BSRB

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hafa nokkur aðildarfélög BSRB boðað til verkfalls vegna vinnudeilna í tengslum við gerð kjarasamninga.

Þessar aðgerðir hafa m.a. áhrif á tvær stofnanir Vestmannaeyjabæjar, þ.e. Leikskólann Kirkjugerði og Vestmannaeyjahöfn. Stavey, Starfsmannafélag Vestmannaeyja, hefur boðað til verkfalls hjá félagsmönnum sínum í fyrrgreindum stofnunum. Náist ekki samkomulag milli viðsemjenda munu verkföllin í tilviki Vestmannaeyjahafnar leiða til skertrar þjónustu tvo fimmtudaga í röð frá og með 1. júní nk. og í tilviki Kirkjugerðis munu verkföllin leiða til skertrar þjónustu fyrir hádegi með nokkurra daga millibili í alls níu skipti frá og með 22. maí nk. Viðskiptavinir hafnarinnar og foreldrar leikskólabarna í Kirkjugerði hafa verið upplýstir um hvernig þjónustu verður háttað meðan á verkföllum stendur.

 


Jafnlaunavottun Learncove