31. ágúst 2005

Verkefnisstjórnin fullskipuð.

Trausti Þorsteinsson hefur verið ráðinn verkefnisstjóri að vinnu við gerð nýrrar skóla-og æskulýðsstefnu fyrir Vestmannaeyjabæ. Gerður hefur verið samningur við Skólaþróunarsvið kennaradeildar Háskólans á Akureyri og verður fyrsti fundur hinnar n

Trausti Þorsteinsson hefur verið ráðinn verkefnisstjóri að vinnu við gerð nýrrar skóla-og æskulýðsstefnu fyrir Vestmannaeyjabæ. Gerður hefur verið samningur við Skólaþróunarsvið kennaradeildar Háskólans á Akureyri og verður fyrsti fundur hinnar nýju verkefnisstjórnar á þriðjudaginn 6. sept. í næstu viku í Lesstofu Bókasafnsins og hefst kl. 16.00.

Skv. samþykkt bæjarstjórnar frá 23. júní sl. skyldi verkefnisstjórnin vera samansett af eftirtöldum fulltrúum og nú þegar hafa eftirtaldar tilnefningar borist.

Trausti Þorsteinsson hjá Skólaþróunarsviði Háskólans á Akureyri verkefnisstjóri.

Verkefnisstjórn:

  • Formaður skólamálaráðs Elsa Valgeirsdóttir
  • Formaður menningar- og tómstundaráðs Björn Elíasson.
  • Fulltrúar kosnir af bæjarstjórn. Elliði Vignisson og Jóhann Guðmundsson
  • Bergur E. Ágústsson bæjarstjóri
  • Fulltrúi stjórnenda frá grunn- og leikskólum í Vestmannaeyjum
  • Fulltrúi kennara frá grunn- og leikskólunum í Vestmannaeyjum Ólafur Lárusson og S. Diljá Magnúsdóttir
  • Fulltrúi frá foreldrafélögum leik- og grunnskólabarna Magnús Matthíasson
  • Fulltrúi frá ÍBV héraðssambandi Páll Scheving
  • Fulltrúi FÍV Ragnar Óskarsson
  • Erna Jóhannesdóttir fræðslufulltrúi sem verður ritari
  • Andrés Sigurvinsson framkvæmdastjóri sem er tengiliður verkefnastjórans Trausta Þorsteinssonar og verkefnistjórnar.

Fræðslu- og menningarsvið Vestmannaeyjabæjar.


Jafnlaunavottun Learncove