25. janúar 2005

Verkefnisstjórinn Trausti Þorsteinsson og samstarfsfólk kemur í dag.

Heildarúttekt skóla-,íþrótta-, og æskulýðsmála í Vestmannaeyjum hefst í dag.    Verða hér fram á fimmtudag.  Munið eftir
Heildarúttekt skóla-,íþrótta-, og æskulýðsmála í Vestmannaeyjum hefst í dag. 
 
Verða hér fram á fimmtudag.  Munið eftir skolamal@vestmannaeyjar.is ef þið viljið koma á framfæri athugasemdum eða upplýsingum.
Trausti Þorsteinsson verkefnisstjóri og fylgdarlið mun hitta starfsmenn á fræðslu- og menningarsviði ásamt bæjarstjóra.  Að þeim fundi loknum mun hefjast fundur með skólamálaráði á Lesstofu Bókasafns Vestmannaeyja. Á morgun halda þau síðan út stofnanir og leggja fyrir spurningalista og önnur gögn varðandi úttektina.  Þar sem þau komust ekki með flugi í morgun eins og áætlað var færist fyrirhugðuð dagskrá þriðjudagsins yfir á fimmtudag að undanskildum fundinum með skólamálaráði

Eins og menn muna gerði Vestmannaeyjabær samning við menntamálaráðuneytið og Skólaþróunarsvið Háskólans á Akurreyri um heildarúttekt á skóla - íþrótta- og æskulýðsmálum.  Þetta er í fyrsta sinn hér á landi, sem íþrótta og æskulýðsmálin eru tekin inn í slíka úttekt með þessum hætti og er það fyrst og fremst menntamálaráðherra Þorgerði Katrínu Gunnardóttur að þakka að samningur þessi komst á.

Eins og stendur í samningnum er markmið úttektarinnar að meta stöðu og árangur skóla-, íþrótta- og tómstundastarfs barna og unglinga í Vestmannaeyjum og í framhaldi af því að gera tillögur til úrbóta.  Lagt eru upp með þá meginspurningu hvernig styrkja megi starfsemi skólanna í Vestmannaeyjum, stuðla að bættum árangri í starfi þeirra og auka samhæfingu við íþrótta- og tómstundastarf í bæjarfélaginu.  Niðurstöðum verður skilað í lok mars.

Samstarfsfólk Trausta eru þau Rósa Eggertsdóttir, Guðmundur Engilbertsson, Sigríður Síta Pétursdóttir, Bragi Guðmundsson og ýmsir sem kallaðir hafa verið til frá menntamálaráðuneytinu og víðar. Ef menn vilja senda verkefnisstjóranum og fylgdarliði einhverjar upplýsingar eða fyrirspurnir þá sendið á undirrituðum  eða Ernu Jóhannesdóttur, fræðslufulltrúa á netfangið: skolamal@vestmannaeyjar.is

Undirbúningur samningsins var í höndum Margrétar Harðardóttur, deildarstjóra í Menntamálaráðuneytinu og Andrésar Sigurvinssonar framkvæmdastjóra fræðslu- og menningarsviðs í samvinnu við yfirmenn og ráð.

Verkefnastjóri sendi öllum sem að málinu koma gögn og fyrirmæli um hvernig þau vilja setja saman rýnihópa, hvernig þau hyggjast haga viðtölum og við hverja svo og heimsóknir á stofnanir og svæði.  Viljum við vinsamlega beina þeim eindregnu tilmælum til allra sem verkefnisstjóri og samstarfsfólk hans óska eftir að hitta, að þeir reyni af fremsta megni að hliðra til tímum sínum og geri allt til þess að hitta úttektaraðila.  Það er afar mikilvægt að til sem flestra náist þegar verið er að kortleggja og vinna að úttekt sem þessari.

Forrsaga málsins:  Þetta er lokapunkturinn á því vinnuferli sem hófst haustið 2003 með stofnun vinnuhóps sem ýtti af stað umræðum um skólamál almennt hér í bæ:  M.a. var varpað upp þeirri spurningu hvort hyggilegast væri etv. miðað við íbúaþróun og núverandi og breytingar á nemendafjölda í næstu framtíð, að aldursskipta skólunum, beina sjónum meira að samþættingu fag- og félagsþáttinum o.m.m.fl.  Effin þrjú voru höfð að leiðarljósi þ.e. faglegi-, félagslegi- og fjárhagslegiþátturinn.  Í framhaldi af vinnuhópnum var síðan stofnaður innan skólamálaráðs, stýrihópur sem skilaði af sér viðamikilli skýrslu. Hann var undir stjórn Ragnars Óskarssonar þv. formanns skólamálaráðs og í framhaldi af því litu markmið skólamála 2004-2005 dagsins ljós.  Þau voru samþykkt samhljóða í skólamálráði sl. vor. 

Miklar og góðar umræður urðu í framhaldi af framansögðu um skólamálin almennt og komið var inn á félagsmálin jafnframt og vegalengdir svo eitthvað sé nefnt.  Sýndist sitt hverjum en það sem skipi höfuðmáli var að hinn almenni Eyjamaður fór að taka þátt í þeim og koma skoðunum sínum á framfæri. 

Hverjar svo sem niðurstöður þessarar úttektar kunna að verða þá leiða þær vonandi til að fræðsluyfirvöld verða betur í stakk búin til að þjónusta nemendur og heimili og markmiðinu verði náð að gera skóla- íþrótta- og æskulýðsmál sterkari og betri en nú þegar er.

Enn og aftur: Við hérna á fræðlsu- og menningarsviði viljum hvetja fólk að tjá skoðanir sínar og koma þeim á framfæri og leggja sitt lóð á vogarskálarnar.  Vefurinn okkar er skolamal@vestmannaeyjar.is

Andrés Sigurvinsson, framkvæmdastjóri fræðslu-og menningarsviðs Vestm.


Jafnlaunavottun Learncove