Verkefnastjóri æskulýðs- og tómstundarmála
Vestmannaeyjabær leitar að metnaðarfullum leiðtoga í stöðu verkefnastjóra æskulýðs- og tómstundarmála.
Við leitum að aðila sem hefur brennandi áhuga á málaflokki æskulýðs- og tómstundamála og hefur bæði menntun og reynslu sem nýtist til þess að skapa framtíðarsýn sem snýr að þessum málaflokki.
Starfið felur í sér yfirumsjón, í samstarfi við framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs, með málaflokki æskulýðs- og tómstundarmála og fylgir eftir stefnu sveitarstjórnar varðandi þau mál. Verkefnastjóri æskulýðs- og tómstundarmála ber ábyrgð á og umsjón með starfsemi félagsmiðstöðvar ungmenna og Vinnuskólanum.
Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:
- Ber ábyrgð á starfsemi og rekstri æskulýðs- og tómstundamála
- Hefur yfirumsjón með daglegri starfsemi og rekstri félagsmiðstöðvar Vestmannaeyjabæjar
- Hefur umsjón með Vinnuskólanum
- Hefur umsjón með frístundastyrk sveitarfélagsins
- Vinnur með Ungmennaráði að málefnum ungs fólks
- Er talsmaður málaflokksins út á við sem felur meðal annars í sér kynningar málaflokknum
- Vinnur að framkvæmd forvarnarmála hjá sveitarfélaginu og vinnur að samhæfingu þeirra við alla þá aðila sem vinna að forvörnum í sveitarfélaginu.
- Tekur þátt í þverfaglegu starfi innan fjölskyldu- og fræðslusviðs að markmiðum samþættrar þjónustu í þágu farsældar barna.
Hæfniskröfur:
- Háskólamenntun á sviði tómstunda- uppeldis- og/eða menntunarmála sem nýtist í starfi.
- Reynsla af skipulagningu tómstundaúrræða.
- Reynsla af verkefnastjórnun og teymisvinnu.
- Reynsla af starfi með börnum og ungmennum og fullorðnum.
- Þekking og reynsla á sviði opinberrar stjórnsýslu er æskileg.
- Sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum
- Framúrskarandi samskiptahæfni
- Góð íslenskukunnátta og geta til að tjá sig í ræðu og riti.
- Góð kunnátta í ensku.
- Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.
____________________________________________________________________________
Með umsókn skal fylgja ítarleg ferilsská með nöfnum tveggja umsagnaraðila. Einnig skal fylgja greinargerð með rökstuðningi um hæfni í starfið. Þeir aðilar sem eru ráðnir á fjölskyldu- og fræðslusvið Vestmannaeyjabæjar þurfa að veita heimild til að leitað sé upplýsinga úr sakaskrá hjá Ríkissaksóknara.
Umsóknarfrestur fyrir starfið er til og með 17. júní 2024.
Nánari upplýsingar veita: Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyjabæjar, jonp@vestmannaeyjar.is.
Vestmannaeyjabær hvetur öll áhugasöm til að sækja um starfið óháð kyni. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.