26. ágúst 2004

Verður Vestmannaeyjabær með á Listahátíð 2005?

Jessica Morgan forstöðumaður Tate Modern listasafnsins í London var hér á dögunum ásamt listakonunni Assael Micol frá Róm.   Þórunn Sigurðardóttir stjórnandi Listahátíðar hafði samband við framkvæmdastjóra fræðs
Jessica Morgan forstöðumaður Tate Modern listasafnsins í London var hér á dögunum ásamt listakonunni Assael Micol frá Róm.
 
Þórunn Sigurðardóttir stjórnandi Listahátíðar hafði samband við framkvæmdastjóra fræðslu-og menningarsviðs og fór fram á að við tækjum á móti þeim stöllum í þeim tilgangi að þær gætu kannað aðstæður og umhverfi.
 
Þetta er í beinu framhaldi af málþingi sem haldið var í haust þar sem stjórn Listahátíðar lýsti því yfir að á stefnuskrá væri að taka landsbyggðina meira inn í sýningarhald tengt Listahátíðinni en verið hefur.  Þannig að líklegt er að á Listahátíð 2005 verði ein þrjú landsbyggðarsveitarfélög fyrir valinu og eru Vestmannaeyjar sterklega inn í myndinni sem eitt þeirra.
 
Starfsmenn Vestmannaeyjabæjar fóru með þær stöllur um víðan völl og létu þær vel af förinni hingað og hrifust af náttúrufegurð eyjanna og þeim mikla krafti sem þær sögðust skynja hér.
 
Nú vonum við að sjálfsögðu að af þessu geti orðið og málin skýrast væntanlega von bráðar og verður þá greint frá niðurstöðum.
 
Andrés Sigurvinsson, fræðslu- og menningarsvið

Jafnlaunavottun Learncove