Velheppnuð söngvakeppni Samfés.
Sjö manna dómnefnd valdi fulltrúa 5 félagsmiðstöðva í lokakeppni. Fulltrúar þrettán félagsmiðstöðva mættu, einhverjir veðurtepptir á Bakka.
Um helgina hafa dvalið hérna í Vestmannaeyjum á milli 250 - 300 ungmenni víðsvegar af landinu í þeim megintilgangi að taka þátt í söngvakeppni Samfés. Að sögn forráðamann Féló í Vestmannaeyjum sem sáu um allan undirbúning að komu þessara ungmenna hafa þau verið til fyrirmyndar í hvívetna. Undir það taka starfsmenn íþróttamiðstöðvarinnar en unglingarnir hafa verið dugleg að sækja sund. Sömuleiðis tók Birgir í Tvistinum undir þessi orð.
Krakkarnir létu vel af samkomunni í Höllinni og Gleðisveit Guttorms og önnur skemmtiatriði vöktu verðskuldaða athygli.
Bæjaryfirvöld þakka hópnum komuna. Sjá nánar á vef Féló www.eyjar.is/felo
Fræðslu-og menningarsvið Vestmannaeyja.