18. júní 2004

Velheppnaður 17. júní.

Vestmannaeyjabær þakkar öllum sem komu að hátíðarhaldinu. Í blíðskaparveðri héldum við þjóðhátíðardaginn hátíðlegan.  Boðið var upp á fjölbreytta dagskrá og var fjölmenni á dagskrárliðum

Vestmannaeyjabær þakkar öllum sem komu að hátíðarhaldinu.

Í blíðskaparveðri héldum við þjóðhátíðardaginn hátíðlegan.  Boðið var upp á fjölbreytta dagskrá og var fjölmenni á dagskrárliðum og sannkölluð hátíðarstemming.  Leikfélagið heimsótti vistmenn á Hraunbúðum og las Tyrkjaránið - 1627 og síðar um daginn fór Lúðrasveitin til þeirra og spilaði nokkur lög.  Fögnuðu menn þessari nýbreytni og buðu meðlimum upp á kræsingar að leik loknum.

Lúðrasveitin ásamt skátunum fór fyrir skrúðgöngunni sem endaði niðri á Stakkagerðistúni þar sem dagskráin fór fram.   Ávörp, tónlist, leiklist, skemmtiatriði, kapphlaup, fimleikar og tónleikar var meðal þess sem boðið var upp á.  Götuleikhúsið "Otto" frá Vinnuskólanum kom á svæði og vakti mikla eftirtekt fyrir skemmtileg innlegg og fannst mönnum skemmtileg og lífleg nýbreytni þarna á ferðinni

Menn nutu þess að fá sér veitingar og hressingu hjá þeim Líknarkonum í Alþýðuhúsinu. 

Stórgóðir tónleikar þeirra Rutar Ingólfsdóttur og Richards Simm voru í Safnaðarheimilinu og þeir fáu sem nutu fóru ríkari af þeim fundi.

Tyrkjaránið - 1627 var síðan flutt um kvöldið og kvöldskemmtunin sem félagarnir í Opus stóðu fyrir í Listaskólanum þótti takast framúrskarandi vel og var húsfyllir.

Fræðslu- og menningarsvið Vestmannaeyja. 


Jafnlaunavottun Learncove