Velheppnaðir tónleikar Báru Gíms og Chris Foster.
Nokkuð góð mæting var á tónleika þeirra í gær í sal Tónlistarskólans. Flutt voru lög af geisladisk Báru auk enskra þjóðlaga og fleiri laga. Bára spilaði á allsérstakt hljóðfæri, nefnilega kjöltuhörpu og skemmtilegt uppbrot var stór s
Nokkuð góð mæting var á tónleika þeirra í gær í sal Tónlistarskólans. Flutt voru lög af geisladisk Báru auk enskra þjóðlaga og fleiri laga. Bára spilaði á allsérstakt hljóðfæri, nefnilega kjöltuhörpu og skemmtilegt uppbrot var stór síld og möguleikar á notkun sem Chris söng um og fékk hann til þess hjálp áheyrenda úr sal. Framkvæmdastjóri bauð þau velkomin fh. Vestmannaeyjabæjar og menningarfulltrúinn færði þeim blóm í lok tónleikanna og þakkaði þeim skemmtilega tónleika og komuna.
Fræðslu-og menningarsvið Vestmannaeyjabæjar.