26. janúar 2005

Úttektarvinnan hafin af fullum krafti.

Starfshópur Skólaþróunarsviðs Háskólans á Akureyri hitti Elsu Valgeirsdóttur formann og aðra fulltrúa skólamálaráðs ásamt starfsfólki fræðslu-og menningarsviðs.  Bæjarstjórinn heilsaði upp á Norðanmenn og

Starfshópur Skólaþróunarsviðs Háskólans á Akureyri hitti Elsu Valgeirsdóttur formann og aðra fulltrúa skólamálaráðs ásamt starfsfólki fræðslu-og menningarsviðs.  Bæjarstjórinn heilsaði upp á Norðanmenn og bauð þá velkomna. 

Vinnan hófst með því að Trausti Þorsteinsson verkefnastjóri og samstarfsfólk fundaði með skólamálaráði í gær.  Þar  voru málin rædd fram og til baka og skipst var á upplýsingum og skoðunum og var það mál manna að þetta hefði verið einkar gagnlegur og upplýsandi fundur.  Á fundinu kom m.a. fram að reynt yrði að halda skila niðurstöðum í lok mars þrátt fyrir að verkfallið haf sett strik í reikninginn hvað þessa vinnu varðar en ætlunin var að að koma hingað fyrr í vetur.

Hópurinn fer í dag út í stofnanirnar og leggur fyrir verkefni og hittir stjórnendur, foreldra og starfsfólk.  Seinni part dagsins funda þau síðan með aðal- og varafulltrúum Menningar- og tómstundaráðs Vestmannaeyja. Formaður MTV er Elliði Vignisson og verður fundurinn haldinn í fundarsal Íþróttamiðstöðvarinnar og hefst kl. 16:15.

Fræðslu- og menningarsvið vill enn og aftur hvetja fólk til að senda fyrirspurnir og upplýsingar til Trausta Þorsteinssonar og samstarfsmanna á netfangið skolamal@vestmannaeyjar.is

Fræðslu- og menningarsvið Vestmannaeyja


Jafnlaunavottun Learncove