Úttekt á skóla- íþrótta- og æskulýðsmálum
Verkefnastjóri og samstarfsfólk væntanlegt til Eyja.
Eins og menn vita stendur fyrir dyrum vinna vegna úttektar skv. samningi sem gerður var við Menntamálaráðuneytið og Háskólann á Akureyri. Markmiðið úttektarinnar er að meta stöðu og árangur skóla, íþrótta- og æskulýðsstarfs barna og unglinga í Vestmannaeyjum og í framhaldi af því að gera tillögur til úrbóta.
Trausti Þorsteinsson, verkefnisstjóri sagði að vissulega hefði yfirstandandi verkfall sett strik í reikningin en hans fólk hefur verið að vinna upp úr þeim gögnum sem þau hafa viðað að sér s.s. skólanámsskrár skólanna, fundargerðir, gögn frá Námsmatstofnun o.fl. Sömuleiðis varðandi íþrótta-og æskulýðsmálin, en þetta er í fyrsta sinn sem svona víðtæk úttekt fer fram. Fyrir þá sem ekki vita þá nær þessi úttekt til allra skólastiganna hérna í Vestmannaeyjum svo og til starfsemi íþrótta- og æskulýðsmála hér í bæ.
Verkefnishópurinn hefur næst liðna daga verið að vinna að gerð spurningalista sem verða lagðir fyrir, og í stað þess að senda þá hingað til Eyja hefur verkefnisstjóri ákveðið að koma með allt sitt samstarfsfólk hingað samtímis og annast fyrirlögnina sjálf að mestu leyti í samráði við skólastjórana og aðra forsvarsmenn.
Nákvæmari tímasetningar verða ákveðnar að loknu verkfalli hvenær norðanmenn koma, svo og munu línur skýrast hvað varðar Olweusarverkefnið, sem er verkefni gegn einelti.
Bæjaryfirvöld binda mikla vonir við niðurstöður þessarar úttektar og trúir að þær verði okkur öllum til gagns og styrki viðleitni þeirra til að gera gott samfélag betra.
Andrés Sigurvinsson framkvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs Vestm.