Útsýnispallur - Lundapallur opnaður
Útsýnispallur sem Lionsmenn í Vestmannaeyjum, byggðu í Stórhöfða var formlega opnaður og afhentur Vestmannaeyjabæ föstudaginn 1.júli kl: 18:00. Pallurinn var byggður af Lionsmönnum og fleiri sjálfboðaliðum og voru helstu styrktaraðilar, Húsasmiðj
Útsýnispallur sem Lionsmenn í Vestmannaeyjum, byggðu í Stórhöfða var formlega opnaður og afhentur Vestmannaeyjabæ föstudaginn 1.júli kl: 18:00. Pallurinn var byggður af Lionsmönnum og fleiri sjálfboðaliðum og voru helstu styrktaraðilar, Húsasmiðjan og Ferðamálaráð. En einnig lögðu Gámaþjónusta Vestmannaeyja, Steini og Olli fram krafta sína.
Um 20 manns voru viðstaddir opnunina og flutti Ingimar Georgsson nokkur orð um framkvæmdina og tók Bergur Elías Ágústsson við pallinum formlega.
Fallegt útsýni er í pallinum og hefur það vakið athygli þeirra sem þangað koma, skjólið sem myndast á pallinum og nálægðin við lundabyggðina.