Útskriftir 10. bekkinga
Útskriftir 10. bekkinga grunnskólanna fóru fram við hátíðlegar athafnir í skólunum í vikunni. Ánægjulegt var að hlusta á fulltrúa nemenda flytja kveðjuræður við athafnirnar því hlýhugur þeirra til skólanna sinna, kennara og starfsmanna var greinilegur.
Í báðum skólum voru veittar viðurkenningar fyrir ástundun, hegðun og námsárangur auk þess sem Sparisjóður Vestmannaeyja og foreldrafélög skólanna heiðruðu nemendur með viðurkenningum og gjöfum.
Nemendur Barnaskólans sem hlutu viðurkenningar voru: Agnes Gústafsdóttir, Arnar Eggertsson, Arnór Eyvar Ólafsson, Barbara Þorvaldsdóttir, Birna Dögg Guðmundsdóttir, Guðrún Heba Andrésdóttir, Hlín Ólafsdóttir, Katarzyna Wlaszczyk, Kristinn Erlingur Árnason og Vera Dögg Guðmundsdóttir.
Nemendur Hamarsskóla sem hlutu viðurkenningar voru Arnór Arnórsson, Bjarki Þór Sigvarðsson, Bjarni Benedikt Kristjánsson, Friðrik Þór Sigmarsson, Hinrik Ottó Sigurjónsson, Rakel Ósk Guðmundsdóttir, Sindri Valtýsson, og Tanja Tómasdóttir.
Fræðslu- og menningarsvið óskar þessum nemendum, foreldrum þeirra og kennurum til hamingju með góðan árangur og ástundum.