6. maí 2005

Útskrift á leikskólanum Sóla

Fimmtudaginn 5. maí var útskrift elstu barna á leikskólanum Sóla. Þetta var í 10 skiptið sem formleg útskrift fer fram á Sóla. Hér luku börnin sínu fyrsta skólastigi og var því fagnað með foreldrum og öðrum ættingjum í sal Barnaskólans. Fjö

Fimmtudaginn 5. maí var útskrift elstu barna á leikskólanum Sóla. Þetta var í 10 skiptið sem formleg útskrift fer fram á Sóla. Hér luku börnin sínu fyrsta skólastigi og var því fagnað með foreldrum og öðrum ættingjum í sal Barnaskólans.

Fjörið hófst þó hjá börnunum miðvikudagskvöldið 4. maí, en þá var nótt á Sóla sem hófst með því að varið var út að borða og svo sváfu öll börnin á leikskólanum ásamt kennurum sínum. Að morgni 5. maí var svo farið í óvissuferð þar sem lögreglustöðin og slökkvistöðin voru heimsóttar ásamt fleiru.

Við óskum útskriftarbörnum til hamingju með áfangann og vonum að þau eigi eftir að klára sem flest skólastig.

Fh starfsfólks

Júlía Ólafsdóttir ,skólastjóri Sóla

Fræðslu-og menningarsvið Vestmannaeyja.


Jafnlaunavottun Learncove