Úthlutun úr Afreks-og viðurkenningarsjóði fyrir afrek unnin 2003.
Björn Elíasson formaður íþrótta-og æskulýðsráðs afhenti fulltrúum styrkina í dag.
Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2004 er gert ráð fyrir 2.105.000 kr. í rekstrarstyrk til íþróttafélaganna. Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkti á fundi sínum 22. júní að úthluta rekstrarstyrkjum til eftirtalinna félaga fyrir árið 2004 að fenginni umsögn Íþróttabandalags Vestmannaeyja. Sérstakt tillit var tekið til barna- og unglingastarfs í samræmi við samstarfssamning þar að lútandi á milli Vestmannaeyjabæjar og Íþróttabandalags Vestamannaeyja.
- ÍBV- íþróttafélag sem er með um 300 iðkendur og 20 keppnisflokka í handbolta og fótbolta.
- Fimleikafélagið Rán með um 165 iðkendur 16 ára og yngri sem keppa í hinum ýmsum keppnisflokkum.
- Ungmennafélagið Óðinn með um 35 iðkendur 12 ára og yngri og 10 iðkendur í eldri hópum, taka þau þátt í hinum ýmsu mótum.
- Sundfélag ÍBV með um 45 iðkendur 16 ára og yngri hluti af hópnum æfir orðið 2x á dag. Æfingar eru allt árið og taka þau þátt í aldursflokkamótum um land allt.
- Íþróttafélag Vestmannaeyja með um 20 iðkendur í yngri flokkum með einn yngri flokk í móti.
- Golfklúbbur Vestmannaeyja með um 100 iðkendur 16 ára og yngri á sumrin.
- Íþróttafélagið Ægir heldur uppi æfingum fyrir fatlaða einstaklinga hér í bæ. Fara á 1 - 2 mót yfir veturinn.
- KFS með meistaraflokk en enga yngri flokka.
Samkvæmt fjárhagsáætlun 2004 eru til úthlutunar úr Afreks- og viðurkenningarsjóði fyrir afrek unnin á árinu 2003 kr. 2.377.000 þar af áætlað til Evrópukeppni 424.000 kr, sem greiðist út síðar. Til úthlutunar í dag eru 1.953.00 kr. Stærstu afrekin á liðnu ári voru deildarmeistara og Íslandsmeistaratitill meistaraflokks kvenna í handbolta og gefa þeir titlar samtals kr.765.000. Að öðru leiti var unnið eftir stigagjöf vegna afreka á árinu 2003. Eftirtalin félög hafa hlotið styrk.
ÍBV- íþróttafélag, Fimleikafélagið Rán, Ungmennafélagið Óðinn, Sundfélag ÍBV, Íþróttafélag Vestmannaeyja, Golfklúbbur Vestmannaeyja, Íþróttafélagið Ægir, KFS.
Fræðslu- og menningarsvið