13. maí 2025

Útgáfa framkvæmdaleyfis vegna lagningu Vestmannaeyjalína 4 og 5 á bæjarlandi Vestmannaeyjabæjar

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti þann 11. september 2024 breytingu á Aðalskipulagi Vestmannaeyja vegna lagningar Vestmannaeyjalína 4 og 5 (VM4 og VM5)

Aðalskipulagsbreytingin gerir ráð fyrir lagningu tveggja 66 kV sæstrengja til Vestmannaeyja, landtöku í Gjábakkafjöru og leið á landi að tengistöð Landsnets í gegnum Eldfellshraun.

Framkvæmdin er tilkynningarskyld til ákvörðunar um matsskyldu samkvæmt 19. gr. og lið 10.16 1. viðauka í lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Skipulagsstofnun birti þann 15. nóvember 2024 að framkvæmdin framkvæmdin skyldi ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyjabæjar fól Skipulagsfulltrúa gerð framkvæmdaleyfis fyrir lagningu línanna í samstarfi við Landsnet á fundi sínum þann 31. mars 2025.

Hér með veitt framkvæmdaleyfi fyrir lagninguVestmannaeyjalína 4 og 5 á bæjarlandi Vestmannaeyjabæjar sem felur í sér:

  • Landtaka háspennukapla í austanverðri Gjábakkafjöru.
  • Gröft á skurði skv. skilgreindri leið.
  • Þverun gatna þar sem þess er þörf.
  • Þverun annarra innviða þar sem þess er þörf
  • Lagningu rafmagnskapla í skurð.
  • Uppfylling skurða, landmótun og frágangur jarðvegs.

Gert er ráð fyrir að verkefnið verði unnið að mestu yfir sumarmánuði 2025.

Rík áhersla er lögð á að lágmarka rask og vanda umhverfisfrágang. Framkvæmdin skal unnin í samræmi við ákvæði kafla 5.2.1 Aðalskipulags Vestmannaeyjabæjar 2015-2035 um Rafveitu sem segir m.a. „Háspennustrengir í flutningskerfi eru færðir inn á aðalskipulagsuppdrátt en lega þeirra getur tekið hóflegum breytingum við nánari ákvörðun á hönnunar- og framkvæmdastigi, til þess að lágmarka rask og fella leguna betur að landi.“

„Um frágang vegna lagningar háspennustrengja á svæðum með hraunyfirborði og hverfisvernduðum svæðum gilda eftirfarandi sérákvæði:

  • Að hraunsteinar séu teknir frá og notaðir við að endurgera umhverfi.
  • Að nákvæmt leiðarval sé ákveðið út frá hraunmyndunum á hverjum stað – mögulega verði stundum meira bil milli strengja til að sneiða hjá hraunmyndunum.
  • Að þar sem strengjaleiðir breyta eðlilegu landslagi vikursyfirborðs (t.d. vegna skeringa eða þar sem eru hólar) að þar sé leitast við að endurgera yfirborðið.
  • Að leitast sé við að nýjar gönguleiðir séu búnar til þar sem strengjaleiðir búa til nýtt aðgengi.“

Framkvæmdaleyfið ásamt fylgigögnum þess má sjá á birtingu málsins í Skipulagsgátt Skipulagssttofnunar.


Jafnlaunavottun Learncove