15. febrúar 2005

UT2005 ráðstefnan um þróun í skólastarfi

Menntamálaráðuneytið stendur fyrir UT2005 - ráðstefnu um þróun í skólastarfi á Hótel Sögu föstudaginn 4. mars næstkomandi kl. 9-17.Á UT2005 verður áherslan tvíþætt: annars vegar verður höfðað til stjórnenda innan skólanna með till
Menntamálaráðuneytið stendur fyrir UT2005 - ráðstefnu um þróun í skólastarfi á Hótel Sögu föstudaginn 4. mars næstkomandi kl. 9-17.

Á UT2005 verður áherslan tvíþætt: annars vegar verður höfðað til stjórnenda innan skólanna með tilliti til stefnumótunar, stjórnunar og tengingu við atvinnulífið. Hins vegar verður áhersla lögð á kennslufræði dreifnáms þar sem m.a. verður fjallað um virkni nemenda, einstaklingsmiðað nám og námsumhverfi á neti.

Menntamálaráðuneytið hefur undanfarin sex ár staðið fyrir ráðstefnum sem tengjast þróun í skólastarfi undir heitinu UT og hafa þær verið vel sóttar af skólafólki enda góður vettvangur fyrir skólastjórnendur, kennara og aðra áhugasama til að kynna sér nýjungar og möguleika í þróun skólastarfs. Einnig er ráðstefnan kjörinn vettvangur til að hitta annað skólafólk, skiptast á skoðunum og miðla þekkingu og reynslu. Mennt sér um skipulagningu og framkvæmd ráðstefnunnar.

Skólastjórnendur eru hvattir til að kynna ráðstefnuna í skólum sínum og hvetja starfsfólkið til að sækja hana. Með því móti geta stjórnendur og kennarar tekið virkan þátt í spennandi þróun og uppbyggingu skólastarfs á Íslandi.


Takið því 4. mars frá í skóladagatalinu!

Nánari upplýsingar veitir Gyða Dröfn Tryggvadóttir á skrifstofu Menntar.
Sjá einnig www.menntagatt.is/ut2005

Fræðslu- og menningarsvið Vestmannaeyja.

Jafnlaunavottun Learncove