24. nóvember 2004

Úrskurður um Bessahraun

Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála hefur tekið fyrir kærur vegna ákvarðana skipulags- og byggingarnefndar og bæjarstjórnar varðandi deiliskipulag fyrir Bessahraun 1-15 og
Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála hefur tekið fyrir kærur vegna ákvarðana skipulags- og byggingarnefndar og bæjarstjórnar varðandi deiliskipulag fyrir Bessahraun 1-15 og veitingu byggingaleyfis fyrir Bessahraun 13.
Úrskurðirnir staðfesta ákvarðanir Vestmannaeyjabæjar um deiliskipulag fyrir Bessahraun 1-15 og veitingu byggingarleyfis fyrir Bessahraun 13 og ógildingu þessara ákvarðana er hafnað.
 
Hér að neðan er útdrættir  úr nýlegum úrskurðum úrskurðarnefndar Skipulags- og byggingarmála varðandi Bessahraun.
-----------------------------------

Fyrir var tekið mál nr. 41/2004, kæra eigenda húseignarinnar að Bessahrauni 15, Vestamannaeyjum á samþykkt skipulags- og byggingarnefndar frá 2. júní 2004 á deiliskipulagi Bessahrauns 1 - 15.

Úrskurðarorð:
Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar skipulags- og byggingarnefndar Vestmannaeyjabæjar frá 2. júní 2004, sem staðfest var í bæjarstjórn Vestmannaeyjabæjar hinn 30. júní 2004, um að samþykkja deiliskipulag fyrir Bessahraun 1-15.

----------------------------------------------

Fyrir var tekið mál nr. 64/2004, kæra eigenda húseignarinnar að Bessahrauni 15, Vestamannaeyjum á samþykkt skipulags- og umhverfisráðs frá 27. október 2004 um að veita byggingarleyfi til byggingar einbýlishúss á lóðinni nr. 13 við Bessahraun.

Úrskurðarorð:
Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu á ákvörðun skipulags- og umhverfisráðs Vestmannaeyjabæjar frá 27. október 2004 um að veita byggingarleyfi til byggingar einbýlishúss á lóðinni nr. 13 við Bessahraun.
 

--------------------------------------------------

Deiliskipulag Bessahrauns er á vef Vestmannaeyjabæjar:

 

Jafnlaunavottun Learncove