Úrgangsþjónusta fyrir Vestmannaeyjabæ
Consensa fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar óskar eftir tilboðum í úrgangsþjónustu samkvæmt skilmálum útboðslýsingar. Um er að ræða úrgangsþjónustu sem samanstendur af eftirfarandi þjónustuþáttum.
- Söfnun úrgangs úr ílátum við heimili og stofnanir
- Söfnun úrgangs úr ílátum sem staðsett eru á grenndarstöðvum
- Rekstur söfnunarstöðvar og leiga á gámum fyrir söfnunarstöð
Undir úrgangsþjónustu samkvæmt skilmálum útboðslýsingar fellur öll meðhöndlun og úrvinnsla úrgangs í samræmi við ákvæði gildandi laga og reglna eins og þær eru hverju sinni.
Nánari upplýsingar má finna í útboðsgögnum sem eru aðgengileg á útboðsvefnum á vefslóðinni:
https://tendsign.com/doc.aspx?MeFormsNoticeId=21235&GoTo=Tender
Hafa skal í huga að tilboðfrestir geta tekið breytingum og eru allar slíkar breytingar eingöngu tilkynntar inn á útboðsvefnum og gildir sá tími sem þar er tiltekinn.