Upptaka af íbúafundi um listaverk Olafs Eliassonar, -The Wanderer‘s perspective-
Íbúafundur um listaverk Olafs Eliassonar var haldinn föstudaginn 28. mars sl. i Eldheimum og var hann afar vel sóttur.
Olafur kynnti listaverkið, sem samanstendur af útsýnisskála (kúlu - e. pavilion) og göngustíg á Eldfell. Þá fór hann yfir hugmyndina að verkinu, merkingu þess og tengsl við atburðinn og náttúru. Í framhaldi voru pallborðsumræður þar sem Olafur sat fyrir svörum ásamt Þráni Haukssyni, landslagsarkitekt og Páli Magnússyni, forseta bæjarstjórnar. Þar gafst gestum fundarins tækifæri til að spyrja Olaf frekar út í verkið eftir kynninguna og Þráin út í tæknilega þætti göngustígsins, s.s. afturkræfni o.fl. Þá svaraði Páll fyrirspurnum varðandi kostnaðinn við verkið.
Þeir sem ekki höfðu tök á að mæta á fundinn geta horft á hann í meðfylgjandi upptöku.