Uppgröftur formlega hafin.
Lúðvík Bergvinsson forseti bæjarstjórnar flutti opnunarávarp á verkefninu Pompei norðursins. Bæjarbúar fjölmenntu og höfðu skóflurnar meðferðis.
Og áfram heldur goslokahátíðin 2005. Gangan á Heimaklett fór af stað 13.30, mikill fjöldi mætti á Baldurshagatúnið á skemmtun Sparisjóðsins, gaman að sjá hve margir brottfluttir voru á svæðinu, IBV og Fylkir kl. 16:00 í dag, Metukróin og Skvísusundið í kvöld með Eymönnum, Lalla, Eygló og Sigurrós, Árna Johnsen, harmónikkum, Obba og félögum og öllum hinum sem mæta með gítarinn og góða skapið til að sýna sig og sjá aðra.
Lúðvík Bergvinsson forseti bæjarstjórnar flutti opnunarávarp á verkefninu Pompei norðursins á uppgreftrarsvæðinu við Suðurveg 25 í morgun. Hann sagði m.a. að þetta væri framhald af ákvörðuninni sem tekin var 2003 um að farið yrði í að skipuleggja og grafa upp gosminjar og í framhaldi af því var hún staðfest með táknrænum hætti þegar hjónin Anna Sigurðardóttir og Högni Sigurðsson frá Vatnsdal tóku fyrstu skóflustunguna. Hann undirstrikaði mikilvægi þess að menn færu að öllu með ýtrustu gát að öllu varðandi uppgröftinn. Lúðvík sagði framkvæmdahraðann ákvarðast af því fjármagni sem tækist að útvega í verkefnið á hverjum tíma, ekki væri ætlunin að fjármagna þetta með skattpeningum bæjarbúa heldur að afla fjármuna í verkefnið annars staðar frá, hann greindi frá skipun verkefnisstjórnar á dögunum, sem ætluð væri til stuðnings verkefnisstjóranum Kristínu Jóhannsdóttur. ferða- markaðs- og menningarfulltrúa bæjarins sem hefur haft veg og vanda af verkefninu Pompei norðursins.
Hún sótti m.a. um styrk til Ferðamálaráðs með dyggri aðstoð Páls Zóphaníassonar og fleiri sem varð til þess að Vestmannaeyjabær hlaut hæsta styrkinn sem ráðið veitti í ár kr. 5 millj. og þar með var hægt að hefjast handa. Fulltrúar ferðamálaráðs eru væntanlegir eftir helgi til að afhenda fjármunina. Pompei verkefnið hefur hlotið feikna athygli fjölmiðla bæði innanlenndra sem erlendra. Heimildarmynd verður gerð af Páli Steingrímssyni og Jóni Karli Helgasyni samfara uppgreftrinum.
Til upplýsingar.
Samþykkt á síðast fundi Menningar- og tómstundaráðs.
Verkefnisstjórn skipa eftirfarandi:
Verkefnisstjóri: Kristín Jóhannsdóttir, sem er yfir markaðssetningu, samskipti við fjölmiðla, vefsíðu og annað sem tengist kynningarmálum.
- Bergur E. Ágústsson , sem fer með fjármál.
- Frosti Gíslason , framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs. Hann er yfirmaður verklegra framkvæmda.
- Ragnar Baldvinsson, yfirverkstjóri Vestmannaeyjabæjar og hefur hann yfirumsjón með framkvæmdum tengdum verkefninu. A
- Andrés Sigurvinsson, framkvæmdastjóri fræðslu- og menningarsvið. Hann sér um tengsl og íhlutun safna og annarra stofnana sem hugsanlega þurfa að koma að málinu með vernd og framtíðarvarðveislu í huga.
- Páll Zóphóníasson sem verður sérlegur ráðgjafi framkvæmdanna og verkefnisstjórnar.
Andrés Sigurvinsson framkvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs Vestmannaeyjbæjar.