24. mars 2005

Uppgefnir nytjahlutii í trogum minninganna.

Ljósmyndir og erindi um hverja mynd af forgengileikanum, hvernig hlutir sem eru ómissandi í einn tíma eru orðnir einskis verðir áður en nokkur veit. Um&n

Ljósmyndir og erindi um hverja mynd af forgengileikanum, hvernig hlutir sem eru ómissandi í einn tíma eru orðnir einskis verðir áður en nokkur veit.

Um  fjörtíu manns sóttu ljósmyndasýningu og erindi Hólmsteins Snædals  frá Akureyri sem hann sýndi og flutti í Byggðarsafninu í dag.  Ljósmyndasýningin og erindin verða endurtekin að Hraunbúðum kl. 16:00 nk. laugardag og eru allir velkomnir.  Skemmtilegt hvernig listamaðurinn setur þessar minningar upp, fellir ljósmyndirnar ofaní trog - trog minninganna.

Hólmsteinn sagði að upphaflega hafi hann byrjað á þessu til gamans en fyrr en varði vatt þetta upp á sig og hann átti orðið efni í heila sýningu og ákvað þá að miðla þessu til fleiri.  Hann segist "hafa verið að reyna að taka mynd af forgengileikanum, hvernig hlutir sem eru ómissandi í einn tíma eru orðnir einskis verðir áður en nokkur veit. Og hvernig það sem við köllum framfarir veltir öllu úr sessi og lætur okkur alltaf vera að berjast fyrir nýjum hlutum sem eru í raun alltaf þeir sömu?.

Viðtökur voru mjög góðar og tóku gestir listamnninn tali eftir erindin og fræddust nánar um tílurð myndanna og texta.  Mikla kátínu vakti leyninúmerið, sem ég læt ógert að upplýs hvað er svo ég eyðileggi ekki fyrir þeim sem eiga eftir að berja myndirnar augum á laugardaginn kemur og hlusta á erindi Hólmsteins á Hraunbúðum  Flutningur tekur rl. hálfa klukkustund og eru allir velkomnir.  Fræðslu- og menningarsvið þakkar honum hjartanlega fyrir komuna og óskar honum og konu hans góðrar heimferðar. 

Við höfum ákveðið að athuga möguleika á að senda ljósmyndasýningu okkar af Kötlugosinu 1918 sem Kjartan Guðmundsson ljósmyndari tók til Akureyrar er fram líða stundir. 

Andrés Sigurvinsson, framkvæmdastjóri  fræðslu-og menningarsviðs Vestmannaeyja.


Jafnlaunavottun Learncove